Leita í fréttum mbl.is

Hver er nú að verða sætastur/sætust? Við keppumst við að borða og drekka til að við verðum fljótt stór og tilbúin í ný ævintýri. Hver vill spá í okkur? ...

 Újee .. nú er það sko uppdate!

Við erum alltaf að stækka og þyngjast, enda vel séð um okkur af bæði mömmu og móðursystur - og auðvitað fáum við eitthvað frá húsbónda okkar - sem reyndar er mjög duglegur að vaka yfir okkur, gefa okkur að borða og sjá um að allt sé hreint og snyrtilegt í kringum okkur!

 Heart

Ég náttúrulega varð að sýna ykkur hvernig á að slaka á og njóta lífsins. Það má vel vera að það sé kreppa í gangi einhvers staðar - en það er engin kreppa hjá okkur! Svona á að liggja og njóta hvíldar - með krosslagðar fætur og augnlokin aftur - þar til húsbóndi okkar kemur færandi hendi með gott í gogginn (pssst.. þið vitið náttúruleg að við erum ekkert með alvöru gogg sko - ekki satt?) ...

cute9

 

Við erum sannarlega flottur systkynahópur - ekki satt? Jú, auðvitað! Það er náttúrulega engin spurning. Ótrúlegt hvað við erum fljót að stækka og nú styttist óðfluga í að við förum að fara að heiman, enda ótækt að við séum að hanga mikið lengur í spenanum á mömmu okkar - orðin svona stór og glæsileg!

cute1 cute2 cute3

 

Sko, við erum orðin það stór að við höfum fengið að fara út fyrir hús. Stóri flotti sólpallurinn fyrir ofan húsið okkar er algert ævintýri! Það er alveg geggjað að fá að hoppa og skoppa þar úti og dásamlegt að fá að finna sólina og góða tæra loftið okkar leika um okkur! Við getum ekki beðið eftir því að einhver yndisleg fjölskylda ættleiði okkur og fari með okkur í gönguferðir, veiðiferðir og fleira skemmtilegt.

cute4 cute5 cute6

 

Við elskum rúmið hennar mömmu - og stundum - þegar við erum búin að hamast og leika okkur helling - þá hertökum við rúmið hennar og hún greyið - dauðþreytt eftir svona fjöruglegheit - bara kemst ekki fyrir. En, bráðum mun hún fá að komast aftur að. Hún veit vel að þetta ástand er bara tímabundið. Hún veit að það eru einhverjir geggjað góðir einstaklingar eða fjölskyldur þarna úti - alveg eins og húsbóndi okkar er - sem mun taka okkur í fóstur og dekra við okkur og passa okkur vel...

Og, vitið þið hvað? Hahaha .. neinei, auðvitað vitið þið það ekki - enda er ég ekki búinn að segja ykkur hvað ég er að spá í .. en! 

Við komum til með að gæta nýrra fósturfjölskyldna mjög vel - enda erum við af yndislegu kyni - hreinræktaðir og ég segi ykkur það satt - svo barnvænir að það hálfa væri bara hellingur!

 cute8  cute10

 

Blessunin hún móðursystir okkar er stórglæsileg - alveg eins og mamma okkar og alveg eins og við komum til með að verða sjálf þegar við verðum fullorðin. Hver vill svo sem ekki eiga svona falleg dýr? Segi það bara að enginn mun sjá eftir því að taka okkur í fóstur því við munum sannarlega verða hvaða fjölskyldu sem er - mikill gleðigjafi.

cute7

  

 

Munið bara skottin mín - að þið getið skoðað myndirnar stærri ef þið ýtið á þær með músabendlinum!

Ef þið viljið einhverjar upplýsingar um okkur eða bara segja hæ við húsbónda okkar .. eða taka okkur í fóstur .. þá getið þið beðið um upplýsingar hér á blogginu, sent okkur póst eða jafnvel komið og skoðað okkur bara life sko! ..

Hafið yndislegan dag og þakka ykkur öllum fyrir að kíkja á okkur hérna!

(Netfang; raggikristins@hotmail.com)


Það hefur fjölgað allhressilega á heimilinu! Tvær skvísur og sjö töffarar hafa séð dagsins ljós. Sagan öll ...

 Jæja, það var kominn tími á að við fengjum okkar sæti hérna á Mbl.is. Við erum Dixie og Polka.

Við erum fallegar og blíðar Vizslur og erum systur. Önnur okkar var að skjóta fram 9 litlum gullmolum sem má sjá hér að neðan - en mynd númer tvö er af litlu skottunum eins og þau eru í dag! Fyrir neðan það eru myndir af goti og fleiru. Vonandi hafið þið gaman af.

Munið að þið getið séð okkur mun stærri og enn fallegri ef þið ýtið á myndirnar með músinni/bendlinum! 

Hér eru systurnar Dixie og Polka.

gamlar myndir 002

 Hér erum við - unglingarnir á heimilinu - eins og við erum nákvæmlega núna! Erum við ekki sæt öll sömul? Við erum tvær skvísur og sjö töffarar. Við erum hrikalega mikil skott og við segjum ykkur satt - að kappinn sem er að skrifa þetta hérna - er kattakall og ekkert fyrir hunda.

W00tInLoveTounge

Hann steinlá fyrir okkur samt og honum langaði mikið til að taka okkur öll með sér heim en henda kisunni ...

gamlar myndir 060

 

Hér fyrir neðan má sjá fyrsta skottið koma í heiminn. Síðan birtist hver á fætur öðrum.

gamlar myndir 007  gamlar myndir 011 

gamlar myndir 013

 Við vorum náttúrulega teknir hver af öðrum og settir í barnabala á meðan mamma kláraði dæmið og kom okkur öllum í heiminn - mikið var hún nú dugleg!  En svo fengum við náttúrulega að liggja hjá mömmu - sem var orðinn dauðþreytt - og við vorum sko ekki lengi að finna okkur góðan og djúsí spena til að ná okkur í næringu!

gamlar myndir 014  gamlar myndir 018 

gamlar myndir 020

 Móðursystir okkar var á vappi í tíma og ótíma í kringum mömmu á meðan á þessu öllu stóð - og fylgdist vel með að allt myndi nú ganga vel, sem það auðvitað gerði!

gamlar myndir 021  gamlar myndir 022 

gamlar myndir 024

 Auðvitað var það stórfengleg sjón að sjá okkur mæta í heiminn - finna okkur stað á spena og koma okkur fyrir í þessum undarlega heimi sem nú blasti við okkur. Við segjum ykkur satt að við höfum öll erft flottheitin, fegurðina, gáfurnar og ljúfa lundina frá mömmu okkar sem er eins yndisleg og hægt er.

gamlar myndir 028  gamlar myndir 039 

gamlar myndir 041

 Um þessar mundir erum við orðin of stór til að fá að liggja öll saman hjá mömmu og drekka - enda við kraftmikil og fjörug - en húsbóndi okkar sér til þess að skipta okkur niður á spena. Svo erum við nú líka byrjuð að fá að borða - en það er stórkostlegt. Við stækkum bara heilmikið á hverjum degi.

Móðursystir okkar er eins og lífvörður yfir mömmu og okkur útum allt! Enda er það heilmikil ábyrgð að vera orðin móðursystir 9 unglinga og eins gott að rétta hjálparloppu þegar fjölgar á bænum.

gamlar myndir 048  gamlar myndir 054 

gamlar myndir 056

 

Við þökkum auðvitað kærlega fyrir innlitið núna og vonum að þið lítið aftur við hjá okkur á næstu vikum því við fáum birtar fleiri myndir teknar af okkur af og til. Auðvitað getið þið fengið upplýsingar um okkur ef þið viljið - með því að senda okkur athugasemdir með póstfangi eða þannig!

Kær kveðja í bili.

Dixie og Polka - ásamt 9 ungum fjörkálfum.

P.s. auðvitað erum við Vizslur en ekki kálfar - but you know that i guess!


Lokaorð

Lífið í Álfatúni er fallið í eðlilegan jarðveg,  allir hvolparnir fluttir að heiman.  Óneitanlega er þeirra saknað,  en alveg örugglega ekki gagnkvæmt þar sem þeir eru allir í vellystingum á nýjum heimilum.  Nú ætla Lena og Askur að leggja bloggið á hilluna, og vona að þeir sem fylgdust með litlu krílunum vaxa og dafna hafi haft gaman af. 

Lena og Askur


Bless Bless Hrappur

Seinasti hvolpurinn til að flytja að heiman var Hrappur.  Hrappur naut mikillar sérstöðu í hópnum þá aðallega fyrir að vera eini rakkinn.  Hann var 600 gr við fæðingu,  en þegar líða tók á tíman varð hann auðvitað stærstur.  Þegar hvolparnir voru átta vikna voru þeir vigtaðir og voru tíkurnar á bilinu sex til sjö kíló, en Hrappur var níu kíló.  Okkur til mikillar gleði þá fékk Hrappur að halda nafninu sínu þegar hann flutti.  Hrappur flutti til Kjalanes en verður einnig með annan fótinn í langholtshverfinu.  Hrappur verður hluti af stórfjölskyldu, en foringinn hans er ungur maður.  Hluti af leikfélögum Hrapps er 4 ára stúlka, 10 ára stúlka og 10 ára drengur.  Einnig mun hann búa með tíkinni Nölu sem er blanda af Border Collie og Boxer.  Við þökkum Hrappi fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja meðliminn.

Hrappur


Bless Bless Tína (Frekja) og Emma (Rófa)

Tína og Emma voru 600 gr við fæðingu, og voru hluti af boltagenginu í hópnum, stórar og miklar.  Þegar hvolparnir byrjuðu að opna augun og öðlast meira vit að þá varð allt vitlaust í hópnum, einkum út af einum hvolpi sem fékk að lokum nafnið Frekja.  Emma litla var ekki alveg eins fyrirverðamikil og systir sín en lét nú samt alveg heyra í sér. Rófa og Frekja fengu nýtt nafn með nýjum eigendum og eru þær núna kallaðar Tína (Frekja) og Emma (Rófa). Tína og Emma búa ekki á sama stað enn til að byrja með munu þær vinna saman.  Nýju eigendur þeirra eru systur og vinna saman sem dagmömmur.  Starfslýsing Emmu og Tínu er að leyfa litlum börnum að hnoðast með sig af og til og þrífa eldhúsgólfið eftir matmálstíma.  Ekki slæm starfslýsing fyrir litla voffa.  Tína og Emma fluttu nú ekki langt frá sínum heimaslóðum og munu búa áfram í Kópavogi.  Foringinn hennar Emmu er ung kona.  En Emma verður hluti af stórfjölskyldu, hluti af þessari stórfjölskyldu eru Kolur 7 ára Chihuahua, Perla 3 ára Border Collie og Snotra 2 ára og er blanda af Chihuahua og Papillon.  Þannig Emma verður nú alls kosta ekki einmana og er með fullt af leikfélögum.  Tína verður einnig hluti af stórfjölskyldu, sem inniheldur hjón ásamt fjórum drengjum og prinsessunni Fitty sem er 4 ára og er blanda af Cavalier King og Amerískum Cocker Spaniel.  Nýju leikfélagarnir hennar Tínu eru sem sagt Fitty og svo fjórir drengir, 18 ára, 17 ára, 14 ára og 8 ára.  Nóg að gera á þessum bæjum.  Við þökkum Tínu og Emmu fyrir samveruna og óskum nýju flokkunum innilega til hamingju með nýju meðlimina.

Emma og Tína

Emma

Tína


Bless Bless Freyja (Felga)

Felga litla var um 600 gr við fæðingu en þegar líða tók á tíman varð hún lítil og nett.  Ekkert ósvipuð Bellu litlu.  Felga flutti einnig til Selfoss og býr ekkert langt frá systur sinni henni Töru.  Felga litla fékk nýtt nafn þegar hún flutti og var það nafnið Freyja.  Sú skemmtilega tilviljun að systurnar tvær Tara og Freyja hafi báðar farið til Selfoss varð ennþá skemmtilegri þegar nýju eigendurnir sögðu okkur hvað hún ætti að heita.  En hún Tara litla var kölluð Freyja hér í Álfatúni.  Nýji flokkurinn hennar Freyju (Felgu) samanstendur af hjónum með þrjú börn.  Nýju leikfélagarnir hennar Freyju eru fimm ára stúlka, sjö ára drengur og fimmtán ára unglingur.  Við höfum fengið smá fréttir af henni Freyju litlu sem er víst hinn mesti nautnaseggur og kann best við sig þegar nógu margir eru að hnoðast með hana og veita henni athygli.  Við þökkum Freyju fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja meðliminn.

Freyja (Felga)


Bless Bless Tara (Freyja)

Freyja litla var um 600 gr við fæðingu,  hún var ásamt þremur öðrum tíkum algjör bolti.  Þær voru allar svo líkar að þær urðu tilefni til að kaupa mislitaðar ólar til að það væri hægt að þekkja þær í sundur.  Freyja flutti til Selfoss og samanstendur nýji flokkurinn hennar af ungu pari með eitt barn sem verður tveggja ára í haust, þannig að hún er með leikfélaga á svipuðu reki.  Freyja fékk nýtt nafn þegar hún flutti og er nýja nafnið hennar Tara.  Tara er komin með tvær vinnur og verður hún á fullu í sumar með eigendum sínum.  Annar eigandi hennar er fornleifafræðingur og mun Tara fylgja henni og aðstoða við að fornleifaskrá í flóanum, hinn eigandinn verður að smíða innréttingar og mun Tara einnig aðstoða við það. Við þökkum Töru fyrir samveruna og óskum nýja flokknum til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Freyja - Tara


Bless Bless Bella litla

Þá er hún Bella litla farin.  Bella fékk nafnið strax og hún kom í heiminn, og var það vegna þess að hún skar sig verulega úr hópnum.  Hún var ljósasti og smágerðasti hvolpurinn, var um 400 gr við fæðingu á meðan hinir voru um 600 gr.  Bella litla svipar mjög til ömmu sinnar sem ber nafnið Hera.  Nýji flokkurinn hennar Bellu er stór og samanstendur af stórfjölskyldu í Kópavogi,  en foringinn er ung kona sem mun sjá aðallega um Bellu þótt fleiri aðilar komi þar að.  Við þökkum Bellu fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.Bella


Nú fer að líða að kveðjustund

Fyrst í sólbaði svo kemur snjórinn. Leiðindaveður á klakanum.  En þessu verða krílin að venjast og höfðu gaman af því að vera úti í snjónum í miklum hamagangi með mömmu sinni.  Nú eru hvolparnir að fara á nýju heimilin sín og verður stutt kynning á hverjum hvolpi, hvert þeir fóru og hvernig uppbygginginn á nýja flokknum þeirra er,  en sú kynning kemur á næstu dögum. 

aðeins að siða þá til

Hrappur

stuðboltarnir úti að leika með mömmu sinni


Stuðboltar

Nú færist enn meira fjör í hvolpana, enda orðnir 9 vikna.  Þeir fóru upp á dýraspítalan í Víðidal í gær, þar sem þeir voru skoðaðir og hlustaðir,  allir stálhraustir og komu rosalega vel út.  Í leiðinni voru þeir örmerktir, bólusettir og ormahreinsaðir.  Bílferðin upp á spítala og aftur heim gekk rosalega vel, enda fengu þeir að hafa mömmu sína með sér.  Þannig að nú eru krílin tilbúin til afhendingar og fara að fljúga úr hreiðrinu fljótlega.

Mæðgurnar

Hrappur í sólbaði

sætust


Næsta síða »

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband