Leita í fréttum mbl.is

Við erum ólétt...

HeraJá, loksins erum við ólétt. Abbababb... ekki ég og Margrét, heldur ég, Margrét, Húgó og Hera. Litla Vizslu tíkin okkar er stútfull af litlum Vizsluhvolpum. Við fórum sem sagt til Dagfinns dýralæknis í dag og fengum að sjá litlu krílin í sónar. Enn sem komið er vitum við ekki hversu margir hvolpar eru á leiðinni, en dýralækninum fannst ekki ólíklegt að þeir væru 10 stykki.

Mynd úr FréttablaðinuUngverskar Vizslur eru örfáar á Íslandi. Ég eignaðist Húgó þegar ég var í master-námi í Bretlandi og eftir að heim var komið ákváðum við Margrét að rétt væri að hann eignaðist leikfélaga. Þannig gætu þau dundað sér eitthvað þegar þau væru ein heima. Í dag eru Húgó og Hera eina Vizsluparið á Íslandi.

Vizslur eru frábærir félagar. Þær gelta afar sjaldan, fara lítið úr hárum og eru afbragðsgóðir veiðihundar. Eru reyndar ein af aðeins sjö hundategundum í heiminum sem flokkast sem standandi fuglahundar. Þá eru Vizslurnar sérstaklega barngóðar, með rólegt skap og einstaklega greindar. Sumir telja að hægt sé að kenna Vizslum allt að 400 mismunandi skipanir...

vizslaÞeir sem hafa áhuga á að eignast Vizslu geta sent mér póst á vizsla@ispr.is.

(Þessi færsla birtist áður á blogginu hans Ómars.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.

Jahá,ég læt sko ekki bjóða mér það tvisvar að kíkja á Vislu-bloggið og á örugglega eftir að gera það nokkuð reglulega til að fá fréttir af tilvonandi mömmu. En afþví að þetta eru standandi fuglahundar þá vorum við einmitt á hundasýningunni alla helgina og sáum meðal annars Pointer hvolp í ,,standi'' eins og það heitir víst hjá þeim þegar þeir eru að störfum og það var alveg magnað að sjá þetta. það var alveg eins og þetta væri sýnt hægt...alveg frábært !

En svo að lokum ..smá mont  hún Emma okkar hundafrænka þín gerði það aldeilis gott á sinni fyrstu sýningu alveg óvænt:

Besta hvolpatík í sínum flokki+annar besti hvolpur+heiðursverðlaun !

Kveðja,Kolla frænka.

Kolbrún (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband