7.3.2007 | 16:35
Útlit ungverskra vizsla
Ungverskar vizslur eru meðalstórir, sterkbyggðir veiðihundar með snöggan ryðbrúnan feld. Framleggirnir eru beinir, höfuðið grannt, tálgað og tignarlegt. Snoppan er heldur löng, án þess þó að vera hvöss eins á dachshund eða kassalaga eins og hjá enskum bendum. Höfuðið á vizslum er hvelft og heldur breytt á milli eyrnanna og það liggur lína upp með enninu á þeim. Eyrun á vizslum eru örlítið tígullaga og heldur löng. Hálsinn er sterkbyggður og án húðfellinga.
Vizslur eru sérstaklega vöðvamiklir hundar. Rófan á þeim er gjarnan stytt um 1/3 af upphaflegri lengd þeirra við fæðingu, en á Íslandi og í fleiri löndum er þetta þó ólöglegt. Sem dæmi má nefna að rófan á Húgó var stytt þegar hann var nýfæddur í Englandi. En í upprunalandi vizslunar Ungverjalandi er þetta bannað og því er Hera með rófuna sína í heilu lagi. Það er þó óneitanlega fallegra að stytta aðeins á þeim skottið.
Augun og snoppan á vizslum eru brún og blandast því fallega saman við ryðbrúnan feld þeirra. Kjálki vizsla er sterkbyggður, tennurnar pósturlín hvítar og göngulagið kröftugt. Felldurinn er snöggur en þó mjög þykkur um allan skrokkinn á þeim. Allar vizslur eru ryðbrúnar á litinn, en þó geta þær verið með misljósan eða misdökkan ryðbrúnan felld. Sum hundaræktunarfélög segja að séu vizslur jafn dökkar og mahogany-viðurinn eða svo ljósar að það jaðrar við að þær séu gular, séu þær gallaðar. Þá eru svartir blettir á baki vizsla gjarnan álitnir alvarlegir gallar.
...á morgun kemur allt um skapgerð vizsla. Stolið og stælt héðan.
Vizslur eru sérstaklega vöðvamiklir hundar. Rófan á þeim er gjarnan stytt um 1/3 af upphaflegri lengd þeirra við fæðingu, en á Íslandi og í fleiri löndum er þetta þó ólöglegt. Sem dæmi má nefna að rófan á Húgó var stytt þegar hann var nýfæddur í Englandi. En í upprunalandi vizslunar Ungverjalandi er þetta bannað og því er Hera með rófuna sína í heilu lagi. Það er þó óneitanlega fallegra að stytta aðeins á þeim skottið.
Augun og snoppan á vizslum eru brún og blandast því fallega saman við ryðbrúnan feld þeirra. Kjálki vizsla er sterkbyggður, tennurnar pósturlín hvítar og göngulagið kröftugt. Felldurinn er snöggur en þó mjög þykkur um allan skrokkinn á þeim. Allar vizslur eru ryðbrúnar á litinn, en þó geta þær verið með misljósan eða misdökkan ryðbrúnan felld. Sum hundaræktunarfélög segja að séu vizslur jafn dökkar og mahogany-viðurinn eða svo ljósar að það jaðrar við að þær séu gular, séu þær gallaðar. Þá eru svartir blettir á baki vizsla gjarnan álitnir alvarlegir gallar.
...á morgun kemur allt um skapgerð vizsla. Stolið og stælt héðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.