Leita í fréttum mbl.is

Útlit ungverskra vizsla

VIZSLA-1Ungverskar vizslur eru meðalstórir, sterkbyggðir veiðihundar með snöggan ryðbrúnan feld. Framleggirnir eru beinir, höfuðið grannt, tálgað og tignarlegt. Snoppan er heldur löng, án þess þó að vera hvöss eins á dachshund eða kassalaga eins og hjá enskum bendum. Höfuðið á vizslum er hvelft og heldur breytt á milli eyrnanna og það liggur lína upp með enninu á þeim. Eyrun á vizslum eru örlítið tígullaga og heldur löng. Hálsinn er sterkbyggður og án húðfellinga.

Vizslur eru sérstaklega vöðvamiklir hundar. Rófan á þeim er gjarnan stytt um 1/3 af upphaflegri lengd þeirra við fæðingu, en á Íslandi og í fleiri löndum er þetta þó ólöglegt. Sem dæmi má nefna að rófan á Húgó var stytt þegar hann var nýfæddur í Englandi. En í upprunalandi vizslunar – Ungverjalandi – er þetta bannað og því er Hera með rófuna sína í heilu lagi. Það er þó óneitanlega fallegra að stytta aðeins á þeim skottið.

Augun og snoppan á vizslum eru brún og blandast því fallega saman við ryðbrúnan feld þeirra. Kjálki vizsla er sterkbyggður, tennurnar pósturlín hvítar og göngulagið kröftugt. Felldurinn er snöggur en þó mjög þykkur um allan skrokkinn á þeim. Allar vizslur eru ryðbrúnar á litinn, en þó geta þær verið með misljósan eða misdökkan ryðbrúnan felld. Sum hundaræktunarfélög segja að séu vizslur jafn dökkar og mahogany-viðurinn eða svo ljósar að það jaðrar við að þær séu gular, séu þær „gallaðar“. Þá eru svartir blettir á baki vizsla gjarnan álitnir alvarlegir gallar.

...á morgun kemur allt um skapgerð vizsla. Stolið og stælt héðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband