Leita í fréttum mbl.is

Skapgerð ungverskra vizsla

vizsla-jsLjúfar, móttækilegar og blíðar. Þessi orð lýsa vizslum ansi vel. En því er þó ekki að neita sumar vizslur eru á stundum pínu þrjóskar og missa einbeitninguna, en það skal þó ekki skiljast sem svo að þær séu á einhvern hátt vitlausar. Þvert á móti er sérstaklega auðvelt að þjálfa vizslur og þær eru áhugaamar um að læra. En vizslur krefjast þess af eigendum sínum að þeir séu þolinmóðir, ákveðnir og samkvæmir sjálfum sér.

Vizslur og börn
Það er hægt að treysta vizslum 100% í kringum börn. Þær elska að leika sér og líklega er ekki til sú vizsla í heiminum sem myndi bíta frá sér án þess að það væri búið að ögra henni ansi mikið. Vizslur eru sérstaklega orkumiklar og geta þreytt hvaða krakka sem er. Sem er auðvitað frábært fyrir foreldra orkumikilla barna! En auðvitað kallar þetta líka á að vizslur þurfa mikla hreyfingu. Fái þær ekki næga hreyfingu geta þær orðið taugaveiklaðar eða byrjað að skemma húsgögn og húsmuni, þegar enginn sér til.

Vizslur aðlagast fjölskyldulífi vel. Í raun verða þær nánast strax frá fyrsta degi að fullgildum fjölskyldumeðlim. Þá lindir vizslum líka oftast vel við aðra hunda.

Það er mjög mikilvægt að þjálfa vizslur; að gefa sér tíma með þeim. Það þarf að kenna þeim hvað má og hvað má ekki. Þannig líður þeim best. Rétt eins og með börnin þurfa vizslur að hafa skýr mörk – þær þurfa að vita hvað má og hvað má ekki. Og eigandi þeirra þarf að segja þeim það, þar sem þær hafa að sjálfsögðu ekki hugmynd um það sjálfar. Þetta er best að gera strax þegar vizslur eru hvolpar. Og þegar þær eru ungar er gott að venja þær við annað fólk og hunda. Farðu með hvolpinn í heimsókn og kynntu hann fyrir fólki og öðrum hundum.

Líflegir hundar
Auðvelt er að gera vizslur rosalega spenntar. Þeim finnst frábært þegar eigendur þeirra eru tilbúnir til þess að leika og geta hreint út sagt skoppað um að gleði og spennu. Það er líka ákaflega auðvelt að kenna vizslum nánast hvað sem er, svo lengi sem eigendum þeirra tekst að koma því vel til skila hvað það er sem þeir ætlast til af hundinum sínum. Þjálfi vizslueigendur hundana sína ekki neitt, verða þeir þó erfiðir viðureignar. Vizslur eru þekktar fyrir að vilja kjammsa á hlutum. Passa þarf upp á að alltaf sé til eitthvað handa þeim að naga.

Ef þú ert að leita þér af hundi sem er alltaf rólegur og maður tekur lítið eftir á heimilinu, skaltu ekki fá þér vizslu. Vizslur eru hins vegar ákjósanlegir hundar ef þú ert að leita þér af góðum og traustum félaga. Þá eru vizslur mjög hæfileikaríkar og geta leitað, sótt, bent og fylgst með heimilinu (án þess þó að þær séu „varðhundar“).

Vizslur eru góðir veiðihundar, enda voru þær sérræktaðar af ungversku hefðarfólki til veiða. Hægt er að ala þær upp með köttum vandræðalaust. Það ætti þó ekki að treysta vizslum með litlum dýrum á borð við hamstra, kanínur og mýs, svo dæmi séu tekin.

Stolið og stælt héðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband