Leita í fréttum mbl.is

Alveg að springa

Jæja, þá er Hera greyið alveg að springa. Hún er orðin alveg hnöttótt í laginu og á það til að spóla af stað þegar maður kallar í hana. Þá er hún svo þung að hún leggst bara flöt á magann þegar fæturnir geta ekki borið hana! Og loks er mjólkin byrjuð að vætla aðeins úr spenunum á henni... Maður finnur óneitanlega mikið til með henni.

Ef allar áætlanir standast mun Hera eignast hvolpana sína á morgun. Hún á von á 8 til 10 hvolpum og þar af eru 3 fráteknir. Þegar við vitum hvað hvolparnir eru endanlega margir munum við auglýsa greyin litlu í Fréttablaðinu.

Okkur er mikið í mun að hvolparnir fari á góð heimili og því ætlum við að fá að skoða heimilisaðstæður þeirra sem hafa áhuga. Að lokum munum við fara fram á að fólk greiði óafturkræft staðfestingagjald þegar það "pantar" hund.

Ef einhverjir blogggestir hafa áhuga á að eignast vizslu geta þeir sent tölvupóst á vizsla@ispr.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi að fylgjast með.  Gangi ykkur allt í haginn og vonandi heilsast Heru vel.  Hlakka til að fá fréttir af gotinu og þegar hvolparnir koma í heiminn

Kveðja frá Söndru og Töru

Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband