22.3.2007 | 22:08
Alveg að springa
Jæja, þá er Hera greyið alveg að springa. Hún er orðin alveg hnöttótt í laginu og á það til að spóla af stað þegar maður kallar í hana. Þá er hún svo þung að hún leggst bara flöt á magann þegar fæturnir geta ekki borið hana! Og loks er mjólkin byrjuð að vætla aðeins úr spenunum á henni... Maður finnur óneitanlega mikið til með henni.
Ef allar áætlanir standast mun Hera eignast hvolpana sína á morgun. Hún á von á 8 til 10 hvolpum og þar af eru 3 fráteknir. Þegar við vitum hvað hvolparnir eru endanlega margir munum við auglýsa greyin litlu í Fréttablaðinu.
Okkur er mikið í mun að hvolparnir fari á góð heimili og því ætlum við að fá að skoða heimilisaðstæður þeirra sem hafa áhuga. Að lokum munum við fara fram á að fólk greiði óafturkræft staðfestingagjald þegar það "pantar" hund.
Ef einhverjir blogggestir hafa áhuga á að eignast vizslu geta þeir sent tölvupóst á vizsla@ispr.is.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spennandi að fylgjast með. Gangi ykkur allt í haginn og vonandi heilsast Heru vel. Hlakka til að fá fréttir af gotinu og þegar hvolparnir koma í heiminn
Kveðja frá Söndru og Töru
Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.