Leita í fréttum mbl.is

...og að lokum urðu þeir níu

Hvolparnir urðu á endanum níu, fjórar stelpur og fimm strákar. Hera byrjaði fæðingaferlið um hádegið í gær og um 23:00 var því lokið. Alls voru þetta því um 11 tímar. Öllum hvolpunum og Heru litlu heilsast vel. Við Margrét skiptumst á að kíkja á Heru í nótt. Ég vaknaði tvisvar og Margrét tvisvar. Og auðvitað var allt eins og það átti að vera. Það er ótrúlegt hvað móðureðlið er sterkt. Hera ber það ekki með sér að hafa verið í nokkrum vafa um hvernig best væri að standa að þessu.

Í morgun sótti ég Húgó, sem hefur verið í heimsókn hjá tíkinni Rímu. Ríma litla var í stuði fyrir heimsókn frá svona kjána. Óhætt er að segja að Húgó sé á góðri leið með að verða hreint og beint karlrembusvín. Á meðan "konan" hans er að fæða börn er hann hjá viðhaldinu að gera do, do!

Húgó varð óneitanlega svolítið skrýtinn þegar hann kom heim. Allt í einu var hann ekkert sérstaklega velkominn inn í herbergi og það var bara urrað á hann þegar hann reyndi að færa sig nær. Líklega verður Húgó bara frammi í stofu næstu fjórar vikur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með hvolpana, Ómar og Margrét.  Vonandi fáum við að sjá myndir af dúllunum bráðlega!

Kveðja, Sandra og Tara

Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:26

2 identicon

Til hamingju með hvolpana, frábært að allt gekk vel. 

Kveðja, Hildur og Fífa 

Hildur V (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband