26.3.2007 | 23:36
Nokkrar myndir af hvolpunum
Allt gengur eins og í sögu hér í Barmahlíðinni. Hvolpunum líður öllum vel og stækka og dafna hratt og vel. Einn af litlu greyjunum er að vísu minni en systkinin sín og þarf að fá smá auka athygli. Við Margrét (aðallega Margrét) höfum gefið honum pela til þess að bæta upp átroðninginn, sem hann verður fyrir þegar hann er að keppa við systkinin sín um spena.
Foreldrar Margrétar hafa verið ótrúlega hjálpsöm og yndisleg og fóru m.a. í Garðheima fyrir okkur um helgina og keyptu hvolpablöndu, sem hrist er saman við volgt vatn (soðið vatn, að sjálfsögðu) og síðan sett á pela.
Eftir circa viku bjóðum við fyrstu gestunum í heimsókn. Fram að því höfum við bannað allar heimsóknir. Það verður líklega nóg að gera þegar við opnum dyrnar. Þegar er búið að lofa fjórum hvolpum og á föstudaginn og laugardaginn verða greyin auglýst í Fréttablaðinu og þá má búast við að restinni verði lofað.
Hérna koma svo tvær myndir sem teknar voru á sunnudaginn:
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.3.2007 kl. 09:24 | Facebook
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á uppskrift að göróttum drykk sem gerir allgjört kraftaverk á hvolpum sem ekki vilja þyngjast; í honum er meðal annars LLG+, Magnamín eggjarauður, rjómi og sitthvað fleira. Þessi görótti drykkur bjargaði lífi hvolps hjá mér þegar búið var að reyna allt og Dýri sagði að eitthvað væri að og þannig væri bara nátúruan; vildi slá hann af en ég gafst ekki upp. Þessi hvolpur varð fallegasti hvolpur gotsins þegar fram liði stundir.
En þetta eru dýrðarinnar dagar hjá ykkur núna og svo.... þið komist nógu snemma að því.
Forvitna blaðakonan, 1.4.2007 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.