28.3.2007 | 15:55
Barmahlíðar-krílin ;)
Það er ekki hægt að segja annað en að það sé líf og fjör hér í Barmahlíðinni eftir að níu kríli bættust í fjölskylduna síðastliðinn laugardag. Það er klárt mál að þetta er góður undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið. Vökunætur, væl og skæl, mötun á tveggja tíma fresti, hafa allt hreint í gotkassanum, gefa Heru að borða og drekka og ekki gleyma að gefa Húgó litla athygli í leiðinni. Já, þetta er full vinna og gott betur, en það en þetta er ótrúlega gefandi og það er með ósköpum hvað manni er byrjað að þykja vænt um þessi kríli.
Heru heilsast vel og glóir sem aldrei fyrr. Hún fór reyndar til dýralæknisins í gær því okkur Ómari fannst hún ekki alveg eins og hún ætti að sér að vera. Það reyndist rétt. Hiti og fleira angraði hana. Hún fékk sprautur og heilu pakkana af lyfjum og er því hin hressasta.
Lilli eins og við köllum hann er allur að koma til. Maður vill samt ekki gera sér of miklar væntingar og tekur því framförum með varfærnislegri bjartsýni. Hann er orðin 210 grömm en hann var kominn niður í 140 grömm daginn eftir fæðingu. Hann er allur að braggast og við höfum fulla trú á honum. Hann er byrjaður að fá rjóma í pelann sinn og er alsæll með það og drekkur eins og herforingi!
Ég er nokkurn veginn byrjuð að þekkja krílin í sundur og er ótrúlegt á þessum fáu dögum hvað þau hafa breyst mikið. Ein ungfrúin í hópnum er hin mesta væluskjóða og þar að auki algjör frekjudolla. Ef hún kemst ekki strax á spena eða ef að systkini hennar eru fyrir henni þá heyrist langar leiðir að hún sé ekki sátt. Hún ýtir öllum frá hiklaust! Hún er á góðri leið á að næla sér í nafnið Gilitrutt!
Einn herramaðurinn hefur tamið sér að liggja á bakinu alveg eins og Húgó og finnst best að liggja úti í horni og sofa. Hann er alltaf týndur og ég held að það sé vegna þess að honum leiðist vælið í systkinum sínum. Svo er það stærsti hvolpurinn en hann er orðin 600 grömm! Lilli er eins og baun hliðin á honum!
Húgó greyið fær ekki að koma inn í herbergið sitt og botnar ekkert í þessu. Ég leyfði honum að þefa af Lilla í gær og viðbrögðin voru ekki alveg þau sem ég átti von á. Húgó var nefnilega dauðhræddur við litla krílið!
Annars hefur Húgó verið duglegur að nýta sólina sem skín inn um gluggana í stofunni í dag og liggur sæll í sólbaði, á meðan frúin hans vinnur hörðum höndum að fæða börnin hans. Áðan var hann í heimsókn hjá Pjakki, sem er nágranni hans og var mjög sáttur við að fá að komast aðeins út að leika.
Ég vona að þetta hafi nú ekki verið of mikil langloka
Knús í bili,
Margrét Ýr / Amma gamla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Langloka er þetta ekki..bara frábært hvað þið eruð dugleg að leyfa okkur að fylgjast með lífinu á bænum . Hlakka til að fá að koma í heimsókn og hitta ykkur öll og kannski knúsa krílin pinku pons.
Kolla frænka.
Kolla (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.