Leita í fréttum mbl.is

Sorg í Barmahlíðinni

Nínó litli


Lilli litli, sem kúrir hérna í hálsakotinu hjá mömmu sinni, kvaddi okkur í kvöld. Mikið hefðum við viljað hafa hann lengur hjá okkur. Kynni okkar af honum voru alltof stutt. Það er með ólíkindum hvað manni þótt vænt um þessa elsku og er því söknuðurinn sár og mikill. Við vitum samt að hann er kominn á betri stað þar sem honum líður vel. Lilli fékk nafnið Nínó í höfuðið á gömlum hundi fjölskyldu Margrétar. Í ættbókina hefði hann verið skrifaður H. Valgeir Nínó í höfuðið á afa Margrétar heitnum, en hann hefði átt afmæli í dag, 3. apríl. Það er því ekki spurning að Nínó litli sé í góðum félagsskap hjá afa, Nínó eldri og öllum hinum englunum.

Kúrðu í friði litla skinn...  Heart

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkar innilegustu samúðarkveðjur /

Óskar Helgi Helgason, og fjölskylda - Hveragerði 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Æ, hvað ég finn til með ykkur; þið eigið alla mína samúð því ég veit hvað manni getur orðið ofurvænt um þá sem maður þarf að hafa mest fyir. Görótti drykkurinn hefur komið of seint en ég þori að hengja mig upp á að hann hefði haft það af ef hann hefði fengið svona sprengju mun fyrr. Fyrstu þrír dagarnir eru krítískir og efmaður missir hvolp í lystarleysi og slappleika á þeim tíma verður maður aðbregðast skjótt við. En maður lærir svo lengi sem maður lifir og renslan er góður skóli. Litli Níno hefur kannski verið eitthvað lasin og átti kannski aldrei séns. Það er ekki út i loftið sem náttúran hefur þennan gang á að tíkurnar eignist svona marga hvolpa því án okkar hjálpar má gera ráðfyrir nokkuð miklum afföllum. Ég finn ógurlega til með ykkur en þessir 10-14 dagar eru erfiðir og það þarf ekkimikið út af að bera til að maður missi frá sér hvolp. Ráðlegg ykkur að sofa alt að því með hausinn oní hvolpaskúfunni;já með opin augun. Ég vaki alltaf fyrstu tíu dagana allan sólahringinn yfir goti; það hefur oft komið sér vel og bjargað lífi nokkurra. Síðast núna umdaginn blés ég og nuddði lífi í hvolp og náði að lífga hana við. Þaðer einmitt tíkin sem ég valdi mér og heitir Vilja Jörð. Mynd er af henni inn á www.sifjar.is Jæja nóg komið; það er bara svo erfitt að hætta að láta dæluna ganga þegar tíkur, got og hvolpar eru annars vegar. Gangi ykkur vel og takið öngva áhættu; spyrjið spyrjið og spyrjið dýra eða aðra sem þið treystið. Gæfan verði með ykkur og það er sko meira en í lagi að syrgja lítinn hvolp og gráta úr sér augun. Það eru bara litlir kjánakallar sem leyfa sér það ekki. Nú þegi égog þessi langloka verður ekki lengri

Forvitna blaðakonan, 4.4.2007 kl. 01:49

3 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Æ, hvað ég finn til með ykkur; þið eigið alla mína samúð því ég veit hvað manni getur þótt ofurvænt um þá sem maður þarf að hafa mest fyir. Görótti drykkurinn hefur komið of seint en ég þori að hengja mig upp á að hann hefði haft það af ef hann hefði fengið svona sprengju mun fyrr. Fyrstu þrír dagarnir eru krítískir og ef maður missir hvolp í lystarleysi og slappleika á þeim tíma verður maður aðbregðast skjótt við. En maður lærir svo lengi sem maður lifir og reynslan er góður skóli. Litli Níno hefur kannski verið eitthvað lasinn og átti kannski aldrei séns. Það er ekki út i loftið sem náttúran hefur þennan gang á að tíkurnar eignist svona marga hvolpa því án okkar hjálpar má gera ráð fyrir nokkuð miklum afföllum. Ég finn ógurlega til með ykkur en þessir fyrstu dagar eru erfiðir. Reyndar er maður ekki orðin þokkalega öruggur fyrr en efir 14 daga og það þarf ekki mikið út af að bera til að maður missi frá sér hvolp. Ráðlegg ykkur að sofa allt að því með hausinn oní hvolpaskúfunni;já með opin augun. Ég vaki alltaf fyrstu tíu dagana allan sólahringinn yfir goti; það hefur oft komið sér vel og bjargað lífi hvolpa. Síðast núna um daginn blés ég og nuddaði lífi í 12 daga hvolp og náði að lífga hann við. að var svo órúlega klaufalegt hvernig hún vavðist inn í lítið teppi ogmamman sá hana ekki og lagðist ofan á hana. Fyrir eihverja tilviljun gekk ég aftur að gotkassanum og taldi ein og ég er vön og varðþess þávör að þaðvantaði einn, Það er einmitt tíkin sem ég valdi mér og heitir Vilja Jörð. Mynd er af henni inn á www.sifjar.is  Jæja nóg komið; það er bara svo erfitt að hætta að láta dæluna ganga þegar tíkur, got og hvolpar eru annars vegar. Gangi ykkur vel og takið öngva áhættu; spyrjið spyrjið og spyrjið dýra eða aðra sem þið treystið. Gæfan verði með ykkur og það er sko meira en í lagi að syrgja lítinn hvolp og gráta úr sér augun. Það eru bara litlir kjánakallar sem leyfa sér það ekki. Nú þegi ég og þessi langloka verður ekki lengri.

Guð geymi litla kall og styrki ykkur.

BD

Forvitna blaðakonan, 4.4.2007 kl. 02:05

4 identicon

Æ, litla skinnið.  Við hugsum vel til ykkar í sorginni

Sandra, Óli og Tara

Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband