Leita í fréttum mbl.is

Og augun opnast...

28.03.07 005



Það er ótrúlegt að fylgjast með hvernig þessi litlu kríli stækka með hverjum deginum. Þeir stækka og dafna ákaflega ört og Hera virðist hafa uppeldið undir fullkominni stjórn. Við höfum reynt hvað við getum til þess að tryggja að mamman mjólki vel ofan í krílin sín og það virðist vera lukkast ágætlega. Það kemur að minnsta kosti annað slagið fyrir að mjólkin leki bera úr spenunum á Heru, þegar hún situr upprétt. Húgó nýtur góðs af þessu öllu saman. Hann fær rjóma rétt eins og Hera og torgar heilu skyrdollunum á augabragði.

Hvolparnir eru farnir að reyna að standa á litlu löppunum sínum og glíma nú við það á hverjum degi að opna augun sín. Enn sem komið er hefur engin opnað augun alveg, en líklegast mun það þó gerast í dag eða á morgun. 

Álagið á Heru vegna alls þessa umstangs er mjög mikið. Við erum ekki viss um að við komum til með að leyfa henni að verða hvolpafullri aftur. Reyndar eru líkurnar sáralitlar. En það er ótrúlega gefandi og gaman að fylgjast með þessu í eitt skipti. Þetta er samt heldur mikil vinna og þeir sem hafa áhuga á að láta tíkina sína verða hvolpafulla þurfa eiginlega að stíla inn á að hún gjóti á svipuðum tíma og viðkomandi er í tveggja vikna fríi. Eftir fyrstu tvær vikurnar er álagið aðeins minna, en síðan skilst okkur að það komi til með að aukast aftur þegar hvolparnir eru orðnir 4 vikna gamlir.

Við höfum semsagt eitthvað til að hlakka til... Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku vizslu stórfjölskylda !!

Var að skoða myndirnar og mig langar að óska ykkur til hamingju.  Það er ekkert smá gaman að það séu að bætast við fleiri vizslur hér á landi.  Gangi ykkur rosalega vel og ég hlakka til að fylgjast með ykkur.

Kveðja Sólrún Hjaltested, mamma Konnýjar vizslunar frá Englandi

Sólrún Hjaltested (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband