Leita í fréttum mbl.is

Erum við ekki sæt ?

 

Heart GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR Heart 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

 

Litlu hvolparnir í Barmahlíðinni dafna voðalega vel. Það liggur við að maður sjái þá stækka og þroskast með hverri mínútunni sem líður. Þeir eru duglegir á spena og ekki síður duglegir að láta í sér heyra ef þeir eru ekki sáttir. Stúlkurnar skríkja upp á háa C en strákarnir urra og gelta á víxl. Þeir eru allir búnir að opna augun sín sem eru heiðblá. Við héldum að þeir gætu ekki orðið sætari en okkur skjátlaðist hrapalega! Þeir eru allir orðnir sjóaðir í að standa í lappirnar og labba um. Þó þeir líti nú út eins og veldrukknar fyllibyttur þá eru þetta skref í rétta átt. Heimsóknirnar hafa verið margar hér í Barmahlíðinni upp á síðkastið. Vinir og vandamenn hafa komið í röðum og verið hver öðrum hrifnari af litlu krílunum. Fyrir hönd Heru þá þökkum við kærlega fyrir allar sængurgjafirnar ;)

Öllum heilsast rosalega vel og við hjónakornin erum loksins byrjuð að sofa almennilega á næturnar. Við höfum ákveðið að þetta sé fyrsta og jafnframt seinasta gotið sem verður í Barmahlíðinni. Næsta fjölgun verður frá ömmunni og afanum  ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með þessa fallegu fjölskylduviðbót. Þetta eru svo ofsalega glæsileg dýr sem þið eigið þarna.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband