9.4.2007 | 16:52
Erum við ekki sæt ?
GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR
Litlu hvolparnir í Barmahlíðinni dafna voðalega vel. Það liggur við að maður sjái þá stækka og þroskast með hverri mínútunni sem líður. Þeir eru duglegir á spena og ekki síður duglegir að láta í sér heyra ef þeir eru ekki sáttir. Stúlkurnar skríkja upp á háa C en strákarnir urra og gelta á víxl. Þeir eru allir búnir að opna augun sín sem eru heiðblá. Við héldum að þeir gætu ekki orðið sætari en okkur skjátlaðist hrapalega! Þeir eru allir orðnir sjóaðir í að standa í lappirnar og labba um. Þó þeir líti nú út eins og veldrukknar fyllibyttur þá eru þetta skref í rétta átt. Heimsóknirnar hafa verið margar hér í Barmahlíðinni upp á síðkastið. Vinir og vandamenn hafa komið í röðum og verið hver öðrum hrifnari af litlu krílunum. Fyrir hönd Heru þá þökkum við kærlega fyrir allar sængurgjafirnar ;)
Öllum heilsast rosalega vel og við hjónakornin erum loksins byrjuð að sofa almennilega á næturnar. Við höfum ákveðið að þetta sé fyrsta og jafnframt seinasta gotið sem verður í Barmahlíðinni. Næsta fjölgun verður frá ömmunni og afanum ;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þessa fallegu fjölskylduviðbót. Þetta eru svo ofsalega glæsileg dýr sem þið eigið þarna.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.