Leita í fréttum mbl.is

Útivera

Útivera er það sem blífar í dag,  eftirvæntingin við að komast út að leika.  Hvolparnir byrja að syngja allir í kór þegar líða tekur að útiverutímanum þeirra,  öðrum íbúum hússins til mikillar gleði.  Það er eins og þeir skynji tíman, að nú fari að líða að þessari skemmtilegu stund.  Ekki að það fari að koma fullyrðingar á þessi bloggi að hundar kunni á klukku,  en einhvern veginn þá eru þeir búnir að finna það út hvenær tími til útiveru er komin,  og gera miklar kröfur ef þessu seinkar eitthvað.  Það mætti halda að þá væru 100 hundar á staðnum en ekki sex.

útivera

úti að leika


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ ég var að velta því fyrir mér hvort að einhverjir hvolpar eigi eftir að fá heimili?

Ég og maðurinn minn höfum mikinn áhuga

endilega láttu mig vita

kv. Silja

Silja Hanna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:34

2 identicon

Það eru þrír hvolpar eftir;  Hrappur, Frekja og Rófa.

kveðja

Sigga

upplýsingar í s. 6920279 eða 6915034

Sigríður Eyrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband