Leita í fréttum mbl.is

Bless Bless Tara (Freyja)

Freyja litla var um 600 gr við fæðingu,  hún var ásamt þremur öðrum tíkum algjör bolti.  Þær voru allar svo líkar að þær urðu tilefni til að kaupa mislitaðar ólar til að það væri hægt að þekkja þær í sundur.  Freyja flutti til Selfoss og samanstendur nýji flokkurinn hennar af ungu pari með eitt barn sem verður tveggja ára í haust, þannig að hún er með leikfélaga á svipuðu reki.  Freyja fékk nýtt nafn þegar hún flutti og er nýja nafnið hennar Tara.  Tara er komin með tvær vinnur og verður hún á fullu í sumar með eigendum sínum.  Annar eigandi hennar er fornleifafræðingur og mun Tara fylgja henni og aðstoða við að fornleifaskrá í flóanum, hinn eigandinn verður að smíða innréttingar og mun Tara einnig aðstoða við það. Við þökkum Töru fyrir samveruna og óskum nýja flokknum til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Freyja - Tara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja fallega nafnið þitt Tara

Kveðja, Jarðar Tara (systir Lenu)

Sandra Huld (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband