19.4.2008 | 13:07
Bless Bless Freyja (Felga)
Felga litla var um 600 gr við fæðingu en þegar líða tók á tíman varð hún lítil og nett. Ekkert ósvipuð Bellu litlu. Felga flutti einnig til Selfoss og býr ekkert langt frá systur sinni henni Töru. Felga litla fékk nýtt nafn þegar hún flutti og var það nafnið Freyja. Sú skemmtilega tilviljun að systurnar tvær Tara og Freyja hafi báðar farið til Selfoss varð ennþá skemmtilegri þegar nýju eigendurnir sögðu okkur hvað hún ætti að heita. En hún Tara litla var kölluð Freyja hér í Álfatúni. Nýji flokkurinn hennar Freyju (Felgu) samanstendur af hjónum með þrjú börn. Nýju leikfélagarnir hennar Freyju eru fimm ára stúlka, sjö ára drengur og fimmtán ára unglingur. Við höfum fengið smá fréttir af henni Freyju litlu sem er víst hinn mesti nautnaseggur og kann best við sig þegar nógu margir eru að hnoðast með hana og veita henni athygli. Við þökkum Freyju fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja meðliminn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.