Leita í fréttum mbl.is

Bless Bless Tína (Frekja) og Emma (Rófa)

Tína og Emma voru 600 gr við fæðingu, og voru hluti af boltagenginu í hópnum, stórar og miklar.  Þegar hvolparnir byrjuðu að opna augun og öðlast meira vit að þá varð allt vitlaust í hópnum, einkum út af einum hvolpi sem fékk að lokum nafnið Frekja.  Emma litla var ekki alveg eins fyrirverðamikil og systir sín en lét nú samt alveg heyra í sér. Rófa og Frekja fengu nýtt nafn með nýjum eigendum og eru þær núna kallaðar Tína (Frekja) og Emma (Rófa). Tína og Emma búa ekki á sama stað enn til að byrja með munu þær vinna saman.  Nýju eigendur þeirra eru systur og vinna saman sem dagmömmur.  Starfslýsing Emmu og Tínu er að leyfa litlum börnum að hnoðast með sig af og til og þrífa eldhúsgólfið eftir matmálstíma.  Ekki slæm starfslýsing fyrir litla voffa.  Tína og Emma fluttu nú ekki langt frá sínum heimaslóðum og munu búa áfram í Kópavogi.  Foringinn hennar Emmu er ung kona.  En Emma verður hluti af stórfjölskyldu, hluti af þessari stórfjölskyldu eru Kolur 7 ára Chihuahua, Perla 3 ára Border Collie og Snotra 2 ára og er blanda af Chihuahua og Papillon.  Þannig Emma verður nú alls kosta ekki einmana og er með fullt af leikfélögum.  Tína verður einnig hluti af stórfjölskyldu, sem inniheldur hjón ásamt fjórum drengjum og prinsessunni Fitty sem er 4 ára og er blanda af Cavalier King og Amerískum Cocker Spaniel.  Nýju leikfélagarnir hennar Tínu eru sem sagt Fitty og svo fjórir drengir, 18 ára, 17 ára, 14 ára og 8 ára.  Nóg að gera á þessum bæjum.  Við þökkum Tínu og Emmu fyrir samveruna og óskum nýju flokkunum innilega til hamingju með nýju meðlimina.

Emma og Tína

Emma

Tína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband