Leita í fréttum mbl.is

Bless Bless Hrappur

Seinasti hvolpurinn til að flytja að heiman var Hrappur.  Hrappur naut mikillar sérstöðu í hópnum þá aðallega fyrir að vera eini rakkinn.  Hann var 600 gr við fæðingu,  en þegar líða tók á tíman varð hann auðvitað stærstur.  Þegar hvolparnir voru átta vikna voru þeir vigtaðir og voru tíkurnar á bilinu sex til sjö kíló, en Hrappur var níu kíló.  Okkur til mikillar gleði þá fékk Hrappur að halda nafninu sínu þegar hann flutti.  Hrappur flutti til Kjalanes en verður einnig með annan fótinn í langholtshverfinu.  Hrappur verður hluti af stórfjölskyldu, en foringinn hans er ungur maður.  Hluti af leikfélögum Hrapps er 4 ára stúlka, 10 ára stúlka og 10 ára drengur.  Einnig mun hann búa með tíkinni Nölu sem er blanda af Border Collie og Boxer.  Við þökkum Hrappi fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja meðliminn.

Hrappur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband