9.10.2008 | 10:35
Það hefur fjölgað allhressilega á heimilinu! Tvær skvísur og sjö töffarar hafa séð dagsins ljós. Sagan öll ...
Jæja, það var kominn tími á að við fengjum okkar sæti hérna á Mbl.is. Við erum Dixie og Polka.
Við erum fallegar og blíðar Vizslur og erum systur. Önnur okkar var að skjóta fram 9 litlum gullmolum sem má sjá hér að neðan - en mynd númer tvö er af litlu skottunum eins og þau eru í dag! Fyrir neðan það eru myndir af goti og fleiru. Vonandi hafið þið gaman af.
Munið að þið getið séð okkur mun stærri og enn fallegri ef þið ýtið á myndirnar með músinni/bendlinum!
Hér eru systurnar Dixie og Polka.
Hér erum við - unglingarnir á heimilinu - eins og við erum nákvæmlega núna! Erum við ekki sæt öll sömul? Við erum tvær skvísur og sjö töffarar. Við erum hrikalega mikil skott og við segjum ykkur satt - að kappinn sem er að skrifa þetta hérna - er kattakall og ekkert fyrir hunda.
Hann steinlá fyrir okkur samt og honum langaði mikið til að taka okkur öll með sér heim en henda kisunni ...
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta skottið koma í heiminn. Síðan birtist hver á fætur öðrum.
Við vorum náttúrulega teknir hver af öðrum og settir í barnabala á meðan mamma kláraði dæmið og kom okkur öllum í heiminn - mikið var hún nú dugleg! En svo fengum við náttúrulega að liggja hjá mömmu - sem var orðinn dauðþreytt - og við vorum sko ekki lengi að finna okkur góðan og djúsí spena til að ná okkur í næringu!
Móðursystir okkar var á vappi í tíma og ótíma í kringum mömmu á meðan á þessu öllu stóð - og fylgdist vel með að allt myndi nú ganga vel, sem það auðvitað gerði!
Auðvitað var það stórfengleg sjón að sjá okkur mæta í heiminn - finna okkur stað á spena og koma okkur fyrir í þessum undarlega heimi sem nú blasti við okkur. Við segjum ykkur satt að við höfum öll erft flottheitin, fegurðina, gáfurnar og ljúfa lundina frá mömmu okkar sem er eins yndisleg og hægt er.
Um þessar mundir erum við orðin of stór til að fá að liggja öll saman hjá mömmu og drekka - enda við kraftmikil og fjörug - en húsbóndi okkar sér til þess að skipta okkur niður á spena. Svo erum við nú líka byrjuð að fá að borða - en það er stórkostlegt. Við stækkum bara heilmikið á hverjum degi.
Móðursystir okkar er eins og lífvörður yfir mömmu og okkur útum allt! Enda er það heilmikil ábyrgð að vera orðin móðursystir 9 unglinga og eins gott að rétta hjálparloppu þegar fjölgar á bænum.
Við þökkum auðvitað kærlega fyrir innlitið núna og vonum að þið lítið aftur við hjá okkur á næstu vikum því við fáum birtar fleiri myndir teknar af okkur af og til. Auðvitað getið þið fengið upplýsingar um okkur ef þið viljið - með því að senda okkur athugasemdir með póstfangi eða þannig!
Kær kveðja í bili.
Dixie og Polka - ásamt 9 ungum fjörkálfum.
P.s. auðvitað erum við Vizslur en ekki kálfar - but you know that i guess!
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara stórkostlegir hundar - spurning um að fá sér eins og nokkur stykki? Gangi ykkur vel kálfarnir ykkar ... ehh .. Vizslurnar ykkar meina ég náttla!
Tiger, 9.10.2008 kl. 20:22
Til hamingju elsku Polka mín (og Raggi líka) með fallegu hvolpana Frábært að sjá að allt hefur gengið vel. Dixie er pottþétt góð móðursystir.
Kveðja frá Jarðar Töru (Sandra og Óli)
Sandra Huld , 19.10.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.