20.10.2008 | 14:05
Hver er nú að verða sætastur/sætust? Við keppumst við að borða og drekka til að við verðum fljótt stór og tilbúin í ný ævintýri. Hver vill spá í okkur? ...
Újee .. nú er það sko uppdate!
Við erum alltaf að stækka og þyngjast, enda vel séð um okkur af bæði mömmu og móðursystur - og auðvitað fáum við eitthvað frá húsbónda okkar - sem reyndar er mjög duglegur að vaka yfir okkur, gefa okkur að borða og sjá um að allt sé hreint og snyrtilegt í kringum okkur!
Ég náttúrulega varð að sýna ykkur hvernig á að slaka á og njóta lífsins. Það má vel vera að það sé kreppa í gangi einhvers staðar - en það er engin kreppa hjá okkur! Svona á að liggja og njóta hvíldar - með krosslagðar fætur og augnlokin aftur - þar til húsbóndi okkar kemur færandi hendi með gott í gogginn (pssst.. þið vitið náttúruleg að við erum ekkert með alvöru gogg sko - ekki satt?) ...
Við erum sannarlega flottur systkynahópur - ekki satt? Jú, auðvitað! Það er náttúrulega engin spurning. Ótrúlegt hvað við erum fljót að stækka og nú styttist óðfluga í að við förum að fara að heiman, enda ótækt að við séum að hanga mikið lengur í spenanum á mömmu okkar - orðin svona stór og glæsileg!
Sko, við erum orðin það stór að við höfum fengið að fara út fyrir hús. Stóri flotti sólpallurinn fyrir ofan húsið okkar er algert ævintýri! Það er alveg geggjað að fá að hoppa og skoppa þar úti og dásamlegt að fá að finna sólina og góða tæra loftið okkar leika um okkur! Við getum ekki beðið eftir því að einhver yndisleg fjölskylda ættleiði okkur og fari með okkur í gönguferðir, veiðiferðir og fleira skemmtilegt.
Við elskum rúmið hennar mömmu - og stundum - þegar við erum búin að hamast og leika okkur helling - þá hertökum við rúmið hennar og hún greyið - dauðþreytt eftir svona fjöruglegheit - bara kemst ekki fyrir. En, bráðum mun hún fá að komast aftur að. Hún veit vel að þetta ástand er bara tímabundið. Hún veit að það eru einhverjir geggjað góðir einstaklingar eða fjölskyldur þarna úti - alveg eins og húsbóndi okkar er - sem mun taka okkur í fóstur og dekra við okkur og passa okkur vel...
Og, vitið þið hvað? Hahaha .. neinei, auðvitað vitið þið það ekki - enda er ég ekki búinn að segja ykkur hvað ég er að spá í .. en!
Við komum til með að gæta nýrra fósturfjölskyldna mjög vel - enda erum við af yndislegu kyni - hreinræktaðir og ég segi ykkur það satt - svo barnvænir að það hálfa væri bara hellingur!
Blessunin hún móðursystir okkar er stórglæsileg - alveg eins og mamma okkar og alveg eins og við komum til með að verða sjálf þegar við verðum fullorðin. Hver vill svo sem ekki eiga svona falleg dýr? Segi það bara að enginn mun sjá eftir því að taka okkur í fóstur því við munum sannarlega verða hvaða fjölskyldu sem er - mikill gleðigjafi.
Munið bara skottin mín - að þið getið skoðað myndirnar stærri ef þið ýtið á þær með músabendlinum!
Ef þið viljið einhverjar upplýsingar um okkur eða bara segja hæ við húsbónda okkar .. eða taka okkur í fóstur .. þá getið þið beðið um upplýsingar hér á blogginu, sent okkur póst eða jafnvel komið og skoðað okkur bara life sko! ..
Hafið yndislegan dag og þakka ykkur öllum fyrir að kíkja á okkur hérna!
(Netfang; raggikristins@hotmail.com)
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað fallegastir þessir rúsínuboltar! Það er spurning hvort maður taki ekki bara einn eða tvo og pakki kisu bara niður með jólaskrautinu ... woff!
Tiger, 21.10.2008 kl. 12:32
Hæhæ Langaði bara að segja þér að hvolparnir eru ÆÐI...(er alveg sjúk) Rosalega fallegir.
Kv. Edda Lóa "Þóreyjardóttir" :)
Angelfish, 30.10.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.