Leita í fréttum mbl.is

Hvolpalíf...

 

Ég er búin að vera að reyna að setja inn myndir af hvolpunum en ekkert gengur! Þessi eina verður því að duga í bili. Ég er náttúrlega algjör lúði á tölvur þannig að það gæti útskýrt þessa tæknilegu bilun Blush 

Cleo

(Cleo litla er algjör rúsína!)

Við skulum vona að Ómar geti reddað þessu í kvöld fyrir mig. Annars gengur allt eins og í sögu eða svona most of the time. Þeir stækka og stækka þessar elskur sem þýðir að þeir borða meira og meira. Þeir eru byrjaðir að leika sér á fullu, hlaupa, bíta og urra. Þeir væla líka þangað til að maður tekur þá upp ef þeim finnst þeir ekki vera að fá nógu mikla athygli. Þeir eru byrjaðir að naga allt sem þeir komast í og reyna eftir fremsta megni að finna útgönguleiðar út úr herberginu með misjöfnum árangri þó. Á morgun fá þeir svo að fara út í garð í fyrsta skipti. Það verður áreiðanlega mjög svo áhugaverð sjón! Á sunnudaginn verður svo farið í sunnudagsbíltúrinn til foreldra minna til að venja þá að ferðast í bíl.

Það er ekki hægt að segja annað en það sé líf og fjör hér í Barmahlíðinni Wink
Ta ta,
Margrét Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Passið ykkur og farið ekkimeð þá út fyrr en þeir hafa fengið fyrstu Parvosprautuna. Og alls ekki út í garð nema þar hafi ekki komist ókunnugir hundar og hann hafi verið harðlokaður. Parvobakterían lifir mjög lengi í jarðvegi og hundar geta verið með bakteríuna í sér; smitberar þó þeir kenni sér ekki meins.

Allt í lagi að fara eð þá til mömmu ef þar eru ekki reglulega aðrir hundar en fara varlega og taka öngva sénsa. Það er svo sárt að missa hvolpa. Þeir eru svo óvarðir jafvel þó móðurmjólkin hjálpi.

En þeir eru hryllileg krútt.

Forvitna blaðakonan, 27.4.2007 kl. 16:18

2 identicon

Fallegir hvolpar og örugglega miklir orkuboltar
Gaman að sjá hvað þeir dafna vel.

Kv, Hildur og Fífa

Hildur Vilhelmsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:46

3 identicon

hvað kostar hvolpurinn hjá ykkur?

Karen (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:19

4 identicon

Voðalega eru þeir stórir og mikið krútt. Ríma stækkar og stækkar en líður vel, þó ekki eins frá á fæti eins og hún var. Gott að allt gengur vel og verið endilega dugleg að setja inn myndir.

kv . Sara og Ríma

Sara Björg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband