Leita í fréttum mbl.is

Hvolparnir braggast vel

Ríma og hvolparnir

Þá eru allir fjölskyldumeðlimirnir búnir að jafna sig á fæðingunni og svefnleysinu sem því fylgdi. Ríma tekur nýja hlutverki sínu vel og er voða mikil hundamamma. Nýju fjölskyldumeðlimirnir braggast mjög vel og heimilsfaðirinn fylgist með þyngdaraukningunni í excel.

þyngdaraukning_vika1

Hvolparnir hafa fengið nöfn.  Við ákváðum að halda í hefðina sem kom með fyrsta vizslugotinu á Íslandi og skýra hvolpana tónlistartengdum nöfnum.

Fyrsti hvolpurinn var tík sem nefnd var eftir ömmu sinni heitinni og heitir Stemma. Tenór kom næstur en hann var eini bróðir Rímu úr sama goti og lést í bílslysi. Rakkarnir heita Bassi, Strengur og Bogi en tíkurnar Harpa og Fiðla.

Hérna eru tækifærismyndir af hvolpunum:

 hrúga af hvolpum

ooh hvað maður er afslappaður

æi hvað maður er sætur 6 daga gamall

Það þarf að mjólka og þrífa í senn

geyspi í þvögu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn hvað þeir eru vel heppnaðir, alveg gullfallegir og nöfnin eru meiriháttar.  Gaman að þið skulið halda í hefðina góðu með tónlistarnöfnin.  Gangi ykkur vel og knús til Rímu

Kveðja, Sandra og Tara Melódía

Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband