Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.4.2008 | 11:25
Lokaorð
Lífið í Álfatúni er fallið í eðlilegan jarðveg, allir hvolparnir fluttir að heiman. Óneitanlega er þeirra saknað, en alveg örugglega ekki gagnkvæmt þar sem þeir eru allir í vellystingum á nýjum heimilum. Nú ætla Lena og Askur að leggja bloggið á hilluna, og vona að þeir sem fylgdust með litlu krílunum vaxa og dafna hafi haft gaman af.
23.4.2008 | 10:35
Bless Bless Hrappur
Seinasti hvolpurinn til að flytja að heiman var Hrappur. Hrappur naut mikillar sérstöðu í hópnum þá aðallega fyrir að vera eini rakkinn. Hann var 600 gr við fæðingu, en þegar líða tók á tíman varð hann auðvitað stærstur. Þegar hvolparnir voru átta vikna voru þeir vigtaðir og voru tíkurnar á bilinu sex til sjö kíló, en Hrappur var níu kíló. Okkur til mikillar gleði þá fékk Hrappur að halda nafninu sínu þegar hann flutti. Hrappur flutti til Kjalanes en verður einnig með annan fótinn í langholtshverfinu. Hrappur verður hluti af stórfjölskyldu, en foringinn hans er ungur maður. Hluti af leikfélögum Hrapps er 4 ára stúlka, 10 ára stúlka og 10 ára drengur. Einnig mun hann búa með tíkinni Nölu sem er blanda af Border Collie og Boxer. Við þökkum Hrappi fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja meðliminn.
22.4.2008 | 18:29
Bless Bless Tína (Frekja) og Emma (Rófa)
Tína og Emma voru 600 gr við fæðingu, og voru hluti af boltagenginu í hópnum, stórar og miklar. Þegar hvolparnir byrjuðu að opna augun og öðlast meira vit að þá varð allt vitlaust í hópnum, einkum út af einum hvolpi sem fékk að lokum nafnið Frekja. Emma litla var ekki alveg eins fyrirverðamikil og systir sín en lét nú samt alveg heyra í sér. Rófa og Frekja fengu nýtt nafn með nýjum eigendum og eru þær núna kallaðar Tína (Frekja) og Emma (Rófa). Tína og Emma búa ekki á sama stað enn til að byrja með munu þær vinna saman. Nýju eigendur þeirra eru systur og vinna saman sem dagmömmur. Starfslýsing Emmu og Tínu er að leyfa litlum börnum að hnoðast með sig af og til og þrífa eldhúsgólfið eftir matmálstíma. Ekki slæm starfslýsing fyrir litla voffa. Tína og Emma fluttu nú ekki langt frá sínum heimaslóðum og munu búa áfram í Kópavogi. Foringinn hennar Emmu er ung kona. En Emma verður hluti af stórfjölskyldu, hluti af þessari stórfjölskyldu eru Kolur 7 ára Chihuahua, Perla 3 ára Border Collie og Snotra 2 ára og er blanda af Chihuahua og Papillon. Þannig Emma verður nú alls kosta ekki einmana og er með fullt af leikfélögum. Tína verður einnig hluti af stórfjölskyldu, sem inniheldur hjón ásamt fjórum drengjum og prinsessunni Fitty sem er 4 ára og er blanda af Cavalier King og Amerískum Cocker Spaniel. Nýju leikfélagarnir hennar Tínu eru sem sagt Fitty og svo fjórir drengir, 18 ára, 17 ára, 14 ára og 8 ára. Nóg að gera á þessum bæjum. Við þökkum Tínu og Emmu fyrir samveruna og óskum nýju flokkunum innilega til hamingju með nýju meðlimina.
19.4.2008 | 13:07
Bless Bless Freyja (Felga)
Felga litla var um 600 gr við fæðingu en þegar líða tók á tíman varð hún lítil og nett. Ekkert ósvipuð Bellu litlu. Felga flutti einnig til Selfoss og býr ekkert langt frá systur sinni henni Töru. Felga litla fékk nýtt nafn þegar hún flutti og var það nafnið Freyja. Sú skemmtilega tilviljun að systurnar tvær Tara og Freyja hafi báðar farið til Selfoss varð ennþá skemmtilegri þegar nýju eigendurnir sögðu okkur hvað hún ætti að heita. En hún Tara litla var kölluð Freyja hér í Álfatúni. Nýji flokkurinn hennar Freyju (Felgu) samanstendur af hjónum með þrjú börn. Nýju leikfélagarnir hennar Freyju eru fimm ára stúlka, sjö ára drengur og fimmtán ára unglingur. Við höfum fengið smá fréttir af henni Freyju litlu sem er víst hinn mesti nautnaseggur og kann best við sig þegar nógu margir eru að hnoðast með hana og veita henni athygli. Við þökkum Freyju fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja meðliminn.
17.4.2008 | 10:50
Bless Bless Tara (Freyja)
Freyja litla var um 600 gr við fæðingu, hún var ásamt þremur öðrum tíkum algjör bolti. Þær voru allar svo líkar að þær urðu tilefni til að kaupa mislitaðar ólar til að það væri hægt að þekkja þær í sundur. Freyja flutti til Selfoss og samanstendur nýji flokkurinn hennar af ungu pari með eitt barn sem verður tveggja ára í haust, þannig að hún er með leikfélaga á svipuðu reki. Freyja fékk nýtt nafn þegar hún flutti og er nýja nafnið hennar Tara. Tara er komin með tvær vinnur og verður hún á fullu í sumar með eigendum sínum. Annar eigandi hennar er fornleifafræðingur og mun Tara fylgja henni og aðstoða við að fornleifaskrá í flóanum, hinn eigandinn verður að smíða innréttingar og mun Tara einnig aðstoða við það. Við þökkum Töru fyrir samveruna og óskum nýja flokknum til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
16.4.2008 | 11:20
Bless Bless Bella litla
Þá er hún Bella litla farin. Bella fékk nafnið strax og hún kom í heiminn, og var það vegna þess að hún skar sig verulega úr hópnum. Hún var ljósasti og smágerðasti hvolpurinn, var um 400 gr við fæðingu á meðan hinir voru um 600 gr. Bella litla svipar mjög til ömmu sinnar sem ber nafnið Hera. Nýji flokkurinn hennar Bellu er stór og samanstendur af stórfjölskyldu í Kópavogi, en foringinn er ung kona sem mun sjá aðallega um Bellu þótt fleiri aðilar komi þar að. Við þökkum Bellu fyrir samveruna og óskum nýja flokknum innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
14.4.2008 | 22:01
Nú fer að líða að kveðjustund
Fyrst í sólbaði svo kemur snjórinn. Leiðindaveður á klakanum. En þessu verða krílin að venjast og höfðu gaman af því að vera úti í snjónum í miklum hamagangi með mömmu sinni. Nú eru hvolparnir að fara á nýju heimilin sín og verður stutt kynning á hverjum hvolpi, hvert þeir fóru og hvernig uppbygginginn á nýja flokknum þeirra er, en sú kynning kemur á næstu dögum.
10.4.2008 | 11:14
Stuðboltar
Nú færist enn meira fjör í hvolpana, enda orðnir 9 vikna. Þeir fóru upp á dýraspítalan í Víðidal í gær, þar sem þeir voru skoðaðir og hlustaðir, allir stálhraustir og komu rosalega vel út. Í leiðinni voru þeir örmerktir, bólusettir og ormahreinsaðir. Bílferðin upp á spítala og aftur heim gekk rosalega vel, enda fengu þeir að hafa mömmu sína með sér. Þannig að nú eru krílin tilbúin til afhendingar og fara að fljúga úr hreiðrinu fljótlega.
4.4.2008 | 13:20
Útivera
Útivera er það sem blífar í dag, eftirvæntingin við að komast út að leika. Hvolparnir byrja að syngja allir í kór þegar líða tekur að útiverutímanum þeirra, öðrum íbúum hússins til mikillar gleði. Það er eins og þeir skynji tíman, að nú fari að líða að þessari skemmtilegu stund. Ekki að það fari að koma fullyrðingar á þessi bloggi að hundar kunni á klukku, en einhvern veginn þá eru þeir búnir að finna það út hvenær tími til útiveru er komin, og gera miklar kröfur ef þessu seinkar eitthvað. Það mætti halda að þá væru 100 hundar á staðnum en ekki sex.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 00:43
Hvolpa sprell
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar