Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
25.3.2008 | 12:08
7.febrúar 2008
Rúmlega fjögur eftirmiðdaginn 7.febrúar fór Lena að vera óróleg, rótaði í bælinu og minnti einna helst á manneskju sem glímir við svefnleysi og byltir sér og bröltir. Stuttu seinna kom fyrsti hvolpurinn. Stórfenglegt var að horfa á tíkina gjóta þar sem hún hvorki vældi né sýndi mikil merki um vanlíðan, hljóðlaus, lítill rembingur og hvolpur kominn. Hún fékk góðar hálftíma til fjörtíumínútna pásur á milli hvolpa. Og þegar dæmið var klárað, rúmum sex tímum seinna voru mættir á svæðið sex litlir hvolpar, fimm tíkur og einn rakki. Hver hvolpur var vigtaður og voru fimm þeirra 600 grömm, Bella litla, sem er ljósasti hvolpurinn og smágerðasti vóg um 400 grömm. Þrátt fyrir að Bella litla sé smágerð, þá gaf hún ekkert eftir í baráttunni um spenna. Engin hvolpur varð undir í spenaleit og allir sýndu mikinn baráttuvilja í leit að móðurmjólkinni.
24.3.2008 | 00:46
Lífið í Álfatúni
Lífið í Álfatúni.
Hjónakornin Lena og Askur eru ungverskar Vizslur, þau áttu slysaskot núna rétt fyrir jólin,,, með smá aðstoð árs gamallar dóttur eiganda þeirra, en hún hleypti Aski út úr búrinu sínu og hlutirnir voru fljótir að gerast þá. Ávöxtur slysaskotsins voru sex litlir Vizslu hvolpar, 5 tíkur og einn rakki. Fljótlega fór að spyrjast út að það væri komið nýtt Vizslu got og setti forveri þessarar síðu sig í samband við Lenu og Ask og bauð hana að láni, sem var þegið með þökkum. Hér verður bæði í máli og myndum rakin saga hjónakornana og hvolpana, vonandi hafiði gaman af :)
11.7.2007 | 10:04
Hundar með hvolpavit
Þessa daganna er mikið fjör í 108 þar sem hvolpaskottin hafa vaxið og dafnað vel. Hundar með hvolpavit. Allir farnir að borða þurrfóður og drekka vatn, naga bein og dót, bítast á um hluti og leika sér af miklum móð. Þeir fóru út í fyrsta skipti í síðustu viku og una sér vel. Hins vegar þurfti að bjarga sumarblómum ella yrðu þau etin. Tveir hafa fengið ný heimili þeir Tenor og Strengur og fara þeir eftir rúma viku. Það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna á nýjum stað.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2007 | 10:24
Grautur
er orðin mikilvægur þáttur í lífi hvopanna enda stækka þeir og styrkjast með endæmum vel.
Í fyrstu fór lítið ofan í þá þar sem mesti grauturinn fór á fætur, eyru, andlit og skott en núna eru allir orðnir lunknir að lepja. Þegar grauturinn kemur til þeirra verður mikill hamagangur um að komast að ekki ósvipað og baráttan um spenana. Rímu finnst grauturinn spennandi og ef hún fengi að ráða þá myndi hún hugsa fyrst um sína velferð en ekki hagsmuni afkvæma sinna, sem sé eta grautinn frá þeim.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.6.2007 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 17:36
Hundalíf
Hundalífið í 108 gengur vonum framar. Fiðla opnaði augun sín fyrst og síðan fylgdu systkini hennar í kjölfarið eitt af öðru. Tennurnar létu á sér kræla sömmu síðar með tilheyrandi nagi. Eftir að grauturinn kom til sögunnar urðu drastískar breytingar á öllu er varðaði hvolpakrílin. Þeir stækkuðu enn hraðar og fá graut þrisvar á dag. Rímu finnst afkvæmi sín orðin frekar fjörug og stundum keyrir um þverbak í hamaganginum að henni finnst. Í gær yfirgáfu þeir kassann sinn og fóru niður í kjallara þar sem er meira pláss til alls. Ríma var ekki par hrifin af flutningnum niður í kjallara og settist í gotkassan í gærkveldi og vældi á mig. Vildi mótmæla þessum breytingum. Nagþörfin eykst með hverjum deginum sem líður.og eru eyru, skott og útlimir systkina vinsælastu nagtólin. Það er stutt í gússimússí hjá hvolpakrílunum og sækja þeir mikið í athygli, kjass og gússímúss alveg eins og mamma þeirra enda eru Vizslur mjög kelnar skepnur og þurfa mikla ást.
Hér eru nokkrar myndir frá vikum 2 og 3 en þær er einnig að finna á flickr.com.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2007 | 18:49
Hvolparnir braggast vel
Þá eru allir fjölskyldumeðlimirnir búnir að jafna sig á fæðingunni og svefnleysinu sem því fylgdi. Ríma tekur nýja hlutverki sínu vel og er voða mikil hundamamma. Nýju fjölskyldumeðlimirnir braggast mjög vel og heimilsfaðirinn fylgist með þyngdaraukningunni í excel.
Hvolparnir hafa fengið nöfn. Við ákváðum að halda í hefðina sem kom með fyrsta vizslugotinu á Íslandi og skýra hvolpana tónlistartengdum nöfnum.
Fyrsti hvolpurinn var tík sem nefnd var eftir ömmu sinni heitinni og heitir Stemma. Tenór kom næstur en hann var eini bróðir Rímu úr sama goti og lést í bílslysi. Rakkarnir heita Bassi, Strengur og Bogi en tíkurnar Harpa og Fiðla.
Hérna eru tækifærismyndir af hvolpunum:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 01:02
Barmahlíðarhvolparnir flognir úr hreiðrinu...
Þá eru allir hvolparnir þeirra Húgó og Heru farnir eða bíða eftir að verða sóttir af nýjum fjölskyldum.
Nú er komið að ævintýri nýrra vizslu-hvolpa, en Ríma og Húgó hittust í laumi þegar Hera gaut - og eru afsprengi þeirra 7 talsins; 3 tíkur og 4 rakkar. Saga þeirra fyrstu daga, vikna og mánaða verður sögð hér...en um leið hefst leit að góðum fjölskyldum fyrir þá.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2007 | 14:21
Hvolpalíf...
Ég er búin að vera að reyna að setja inn myndir af hvolpunum en ekkert gengur! Þessi eina verður því að duga í bili. Ég er náttúrlega algjör lúði á tölvur þannig að það gæti útskýrt þessa tæknilegu bilun
(Cleo litla er algjör rúsína!)
Við skulum vona að Ómar geti reddað þessu í kvöld fyrir mig. Annars gengur allt eins og í sögu eða svona most of the time. Þeir stækka og stækka þessar elskur sem þýðir að þeir borða meira og meira. Þeir eru byrjaðir að leika sér á fullu, hlaupa, bíta og urra. Þeir væla líka þangað til að maður tekur þá upp ef þeim finnst þeir ekki vera að fá nógu mikla athygli. Þeir eru byrjaðir að naga allt sem þeir komast í og reyna eftir fremsta megni að finna útgönguleiðar út úr herberginu með misjöfnum árangri þó. Á morgun fá þeir svo að fara út í garð í fyrsta skipti. Það verður áreiðanlega mjög svo áhugaverð sjón! Á sunnudaginn verður svo farið í sunnudagsbíltúrinn til foreldra minna til að venja þá að ferðast í bíl.
Það er ekki hægt að segja annað en það sé líf og fjör hér í Barmahlíðinni
Ta ta,
Margrét Ýr
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 22:58
Og þá voru eftir tveir
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.4.2007 kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 16:52
Erum við ekki sæt ?
GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR
Litlu hvolparnir í Barmahlíðinni dafna voðalega vel. Það liggur við að maður sjái þá stækka og þroskast með hverri mínútunni sem líður. Þeir eru duglegir á spena og ekki síður duglegir að láta í sér heyra ef þeir eru ekki sáttir. Stúlkurnar skríkja upp á háa C en strákarnir urra og gelta á víxl. Þeir eru allir búnir að opna augun sín sem eru heiðblá. Við héldum að þeir gætu ekki orðið sætari en okkur skjátlaðist hrapalega! Þeir eru allir orðnir sjóaðir í að standa í lappirnar og labba um. Þó þeir líti nú út eins og veldrukknar fyllibyttur þá eru þetta skref í rétta átt. Heimsóknirnar hafa verið margar hér í Barmahlíðinni upp á síðkastið. Vinir og vandamenn hafa komið í röðum og verið hver öðrum hrifnari af litlu krílunum. Fyrir hönd Heru þá þökkum við kærlega fyrir allar sængurgjafirnar ;)
Öllum heilsast rosalega vel og við hjónakornin erum loksins byrjuð að sofa almennilega á næturnar. Við höfum ákveðið að þetta sé fyrsta og jafnframt seinasta gotið sem verður í Barmahlíðinni. Næsta fjölgun verður frá ömmunni og afanum ;)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar