Leita í fréttum mbl.is

Vizslubloggið

Hugo_Hera 114Líklega er þetta eina gæludýrabloggið á Moggablogginu. Tilgangurinn með þessari bloggsíðu er að fjalla um meðgönguna hennar Heru, sem er tík af ungversku vizslukyni. Ungverskar vizslur eru svokallaðir "standandi fuglahundar" sem þýðir að þeir þefa uppi bráð, benda á hana og sækja hana svo þegar eigandi þeirra hefur plaffað hana niður.

Auk þess að vera afbragðsgóðir veiðihundar eru vizslur einstakir félagar og vinir. Þær gelta afar sjaldan og eru eigendum sínum einstaklega hollir. Þeir eru afar góðir með börnum og hreint út sagt er líklega ekki hægt að finna betri fjölskylduhund. Það er einstaklega auðvelt að kenna þeim allt mögulegt og sagt er að hægt sé að kenna þeim allt að 4000 mismunandi skipanir.

Auk Heru eiga eigendur hennar einnig Húgó. Þau eru bæði komin undan margverðlaunuðum fuglahundum. Hera undan Ungverjalandsmeisturum og Húgó undan Englandsmeisturum. Hægt er að skoða fleiri myndir af Húgó og Heru með því að smella á myndaalbúmin hér til hliðar.

Eftir því sem óléttunni vindur áfram munum við segja af henni fréttir hér. Einnig munum við birta myndir af hvolpunum 8 til 10, þegar þeir koma í heimin. Þeir sem hafa áhuga á að eignast hvolpa geta sent póst á vizsla@ispr.is. Þegar er búið að taka frá 3 hvolpa af þeim sem búist er við í þessu goti.

Vinsamlegast athugið að hvolparnir fara aðeins til fjölskyldufólks og/eða þeirra sem hafa góða aðstöðu til hundahalds.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með væntanlegt got.  Frétti af síðunni í gegnum Kollu frænku þína sem hefur verið dugleg að auglýsa gotið :)

Ég á eina Vizslu og get tekið undir allt sem sagt er um tegundina hérna.

Gangi ykkur sem allra best.

Kveðja,                                                                                             Hildur, stoltur eigandi Jarðar Fífu. 

Hildur Vilhelmsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Polka og Dixie og hvolparnir níu

Takk Hildur! Kv. Ómar

Polka og Dixie og hvolparnir níu, 7.3.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband