Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan koma vizslur?

Konný hennar Sólrúnar Hjaltested - myndin birtist á Hvuttar.netVizslur eru afar fágætar á Íslandi, eins og fram hefur komið áður hér á síðunni. Upphaf stofnsins má rekja til þess að þau Sigríður Erla Jónsdóttir og Emil Emilsson fluttu inn tvær vizslur frá Danmerku, þau Brag og Stemmu.

Stemma átti hvolpa tvisvar, alls um 20 stykki. Í seinna gotinu komu upp einhverjir erfiðleikar hjá Stemmu og hún lést í kjölfarið. Hvolpunum var þó bjargað, þar sem tík af öðru kyni tók þá að sér og kom þeim á legg. Hvolparnir úr seinna gotinu er nú um tveggja ára gamlir.

Þegar Húgó flutti heim frá Bretlandi kom smá nýtt blóð í hópinn. Þá flutti Sólrún Hjaltested inn vizslu frá Bretlandi, sem nú er um eins árs gömul. Loks kom svo Hera til landsins frá Ungverjalandi í ágúst í fyrra. Íslenski vizslustofninn er því enn að slíta barnskónum, en með goti Húgós og Heru er nokkuð gott útlit fyrir að stofninn braggist og komist vel á legg. Áhugi nokkurra vizslueigenda fyrir áframhaldandi vexti er kristaltær.

Transylvaníu hundurUppruni vizsla
Eins og nafnið gefur til kynna eru vizslur upprunalega frá Ungverjalandi. Líklegt er talið að þær eigi rætur sínar að rekja til tveggja fornra hundakyna: Transylvaníu hundsins og tyrknesks gulhunds. Tyrkneski gulhundurinn er nú útdauður.

Á undanförnum árum hefur blóði vizslu verið blandað við þýska benda. Eftir Seinni heimsstyrjöldina voru vizslur þó nær útdauðar. Ungverjar björguðu nokkrum hundum og tókst þannig að byggja tegundina upp að nýju. Á meðan Sovétmenn réðu ríkjum í Ungverjalandi óttuðust Ungverjar þó að vizslur yrðu drepnar af herraþjóðinni, ef til þeirra sæist. Ástæðan var sú að það þótti tákn um ríkidæmi eða góða samfélagsstöðu í Ungverjalandi að eiga vizslu.

Af ótta við hugsanlegar aðgerðir Sovétmanna tóku nokkrir áhugamenn vizslunnar sig til og smygluðu nokkrum hundum frá Ungverjalandi og til Austurríkis og annarra landa s.s. Ameríku.

Strýhærðar vizslurMeira um vizslur
Á ungversku þýðir orðið "vizsla" bendir. Vizslur eru góðir sækjar með frábært nef og þessi hundategund hentar vel til fuglaveiða. Jafnvel í votlendi. Þá hafa vizslurnar gjarnan vinninginn þegar það kemur að hlýðni byssuhunda. 

Vizslur eiga tvo "frændur". Annar þeirra er hin strýhærða vizsla, en engar slíkar eru víst til á Íslandi. Og hin er síðhærða vizslan. Rétt eins og með þá strýhærðu eru engar slíkar til hér á landi. Það gæti þó breyst, þar sem til eru dæmi þess að síðhærðar vizslur hafi komið í gotum hefðbundinna vizsla... Þetta er þó heldur fátítt og eru síðhærðar vizslur hvergi skráðar í hundaræktunarfélögum en þó er víst hægt að finna þær á meginlandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Sif Kristborgardóttir

vá vá sææææææææææææææææætttttt

Hildur Sif Kristborgardóttir, 9.3.2007 kl. 22:51

2 identicon

Flottar greinar hjá þér, vissi t.d. ekki af þeirri síðhærðu.  Gaman að hafa þetta á íslensku og frábært fyrir fólk sem er að spá í að fá sér Vizslu.  Má nokkuð eiga von á því að þú þýðir fci staðalinn?

Hildur V (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Polka og Dixie og hvolparnir níu

Góð ábending. Ég vindi mér í það og skelli staðlinum hingað inn þegar hann er klár.

Polka og Dixie og hvolparnir níu, 13.3.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband