Leita í fréttum mbl.is

Hundalíf

Hundalífið í 108 gengur vonum framar. Fiðla opnaði augun sín fyrst og síðan fylgdu systkini hennar í kjölfarið eitt af öðru. Tennurnar létu á sér kræla sömmu síðar með tilheyrandi nagi.  Eftir að grauturinn kom til sögunnar urðu drastískar breytingar á öllu er varðaði hvolpakrílin. Þeir stækkuðu enn hraðar og fá graut þrisvar á dag. Rímu finnst afkvæmi sín orðin frekar fjörug og stundum keyrir um þverbak í hamaganginum að henni finnst. Í gær yfirgáfu þeir kassann sinn og fóru niður í kjallara þar sem er meira pláss til alls. Ríma var ekki par hrifin af flutningnum niður í kjallara og settist í gotkassan í gærkveldi og vældi á mig. Vildi mótmæla þessum breytingum. Nagþörfin eykst með hverjum deginum sem líður.og eru eyru, skott og útlimir systkina vinsælastu nagtólin. Það er stutt í gússimússí hjá hvolpakrílunum og sækja þeir mikið í athygli, kjass og gússímúss alveg eins og mamma þeirra enda eru Vizslur mjög kelnar skepnur og þurfa mikla ást.

Hér eru nokkrar myndir frá vikum 2 og 3 en þær er einnig að finna á flickr.com.

Einn saddur á undan hinum

gott að leggja sig eftir mat

 í öruggum höndum

allir úti um allt

fyrstu augun opnast

augun galopin

geysp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra að vel gengur og þeir dafni vel.  Það væri rosalega gaman að fá að sjá krílin litlu einhvern tíman

Kveðja, Sandra (Jarðar Tara)

Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:23

2 identicon

Fínar myndir af hvolpunum.  Ég segi eins og Sandra það væri mjög gaman að fá að sjá þá einhvern tímann.  Gangi ykkur áfram sem allra best .

Kveðja, Hildur eigandi Jarðar Fífu. 

Hildur Vilhelmsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:23

3 identicon

Hæ, hæ,

Þeir eru ótrúlega sætir og flottir. Það er frábært að heyra hvað það gengur vel með þá... Hlökkum til að kíkja í heimsókn sem fyrst!

Margrét & Ómar 

Margrét, Ómar, Hugó og Hera (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Polka og Dixie og hvolparnir níu

Verið velkomin, munið bara að hringja á undan ykkur til að tryggja við séum heima.

Polka og Dixie og hvolparnir níu, 25.6.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband