Leita í fréttum mbl.is

7.febrúar 2008

Rúmlega fjögur eftirmiðdaginn 7.febrúar fór Lena að vera óróleg, rótaði í bælinu og minnti einna helst á manneskju sem glímir við svefnleysi og byltir sér og bröltir.  Stuttu seinna kom fyrsti hvolpurinn.  Stórfenglegt var að horfa á tíkina gjóta þar sem hún hvorki vældi né sýndi mikil merki um vanlíðan, hljóðlaus, lítill rembingur og hvolpur kominn.  Hún fékk góðar hálftíma til fjörtíumínútna pásur á milli hvolpa. Og þegar dæmið var klárað, rúmum sex tímum seinna voru mættir á svæðið sex litlir hvolpar,  fimm tíkur og einn rakki.  Hver hvolpur var vigtaður og voru fimm þeirra 600 grömm,  Bella litla, sem er ljósasti hvolpurinn og smágerðasti vóg um 400 grömm. Þrátt fyrir að Bella litla sé smágerð, þá gaf hún ekkert eftir í baráttunni um spenna.  Engin hvolpur varð undir í spenaleit og allir sýndu mikinn baráttuvilja í leit að móðurmjólkinni.

 

lítil og sæt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju. Alltaf gaman og æðislegt að sjá svona hvolpaskott. Ég á kannski eftir að upplifa ömmu tilfinningu ef Bassi minn verður einhver tímann pabbi.

Kveðja Fanney og Jarðar Bassi

Fanney Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Polka og Dixie og hvolparnir níu
Polka og Dixie og hvolparnir níu

Nú hefur þriðja Vizlugotið tekið við Vizslusíðunni.  Gotið er undan Jarðar Polku, sem er úr öðru goti Stemmu og Brags, og Hugó.

Hvolparnir fæddust 12. september og eru níu talsins, tvær tíkur og sjö rakkkar.  Á þessari síðu verða birtar myndir og stutt spjall um gang mála hjá hvolpunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband