Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.4.2007 | 12:22
Og augun opnast...
Það er ótrúlegt að fylgjast með hvernig þessi litlu kríli stækka með hverjum deginum. Þeir stækka og dafna ákaflega ört og Hera virðist hafa uppeldið undir fullkominni stjórn. Við höfum reynt hvað við getum til þess að tryggja að mamman mjólki vel ofan í krílin sín og það virðist vera lukkast ágætlega. Það kemur að minnsta kosti annað slagið fyrir að mjólkin leki bera úr spenunum á Heru, þegar hún situr upprétt. Húgó nýtur góðs af þessu öllu saman. Hann fær rjóma rétt eins og Hera og torgar heilu skyrdollunum á augabragði.
Hvolparnir eru farnir að reyna að standa á litlu löppunum sínum og glíma nú við það á hverjum degi að opna augun sín. Enn sem komið er hefur engin opnað augun alveg, en líklegast mun það þó gerast í dag eða á morgun.
Álagið á Heru vegna alls þessa umstangs er mjög mikið. Við erum ekki viss um að við komum til með að leyfa henni að verða hvolpafullri aftur. Reyndar eru líkurnar sáralitlar. En það er ótrúlega gefandi og gaman að fylgjast með þessu í eitt skipti. Þetta er samt heldur mikil vinna og þeir sem hafa áhuga á að láta tíkina sína verða hvolpafulla þurfa eiginlega að stíla inn á að hún gjóti á svipuðum tíma og viðkomandi er í tveggja vikna fríi. Eftir fyrstu tvær vikurnar er álagið aðeins minna, en síðan skilst okkur að það komi til með að aukast aftur þegar hvolparnir eru orðnir 4 vikna gamlir.
Við höfum semsagt eitthvað til að hlakka til...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 22:56
Sorg í Barmahlíðinni
Lilli litli, sem kúrir hérna í hálsakotinu hjá mömmu sinni, kvaddi okkur í kvöld. Mikið hefðum við viljað hafa hann lengur hjá okkur. Kynni okkar af honum voru alltof stutt. Það er með ólíkindum hvað manni þótt vænt um þessa elsku og er því söknuðurinn sár og mikill. Við vitum samt að hann er kominn á betri stað þar sem honum líður vel. Lilli fékk nafnið Nínó í höfuðið á gömlum hundi fjölskyldu Margrétar. Í ættbókina hefði hann verið skrifaður H. Valgeir Nínó í höfuðið á afa Margrétar heitnum, en hann hefði átt afmæli í dag, 3. apríl. Það er því ekki spurning að Nínó litli sé í góðum félagsskap hjá afa, Nínó eldri og öllum hinum englunum.
Kúrðu í friði litla skinn...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 13:38
Flottustu hundanöfn í sögu Íslands ;)
Við Ómar höfum ákveðið nöfn á litlu krílin okkar eftir mikla umhugsun og pælingar. Við erum einstaklega ánægð með þessa vel völdu nöfn
Neró
Erró
Askur
Herkúles
Nínó
Salka
Cleo
Mía
Aþena
Aftur á móti munu þau heita þetta í ættbókinni
Ingimar Neró
Valdimar Erró
Erlingur Askur
Halldór Herkúles
H. Valgeir Nínó
Dagmar Salka
Guðlaug Cleopatra
Inga Mía
Agnes Aþena
En þetta eru nöfn foreldra okkar og systkina sem og afa míns sem átti hundinn Nínó hér í denn. Þau er öll að springa úr stolti að vera komin með nöfnur og nafna ;)
Í bili,
Margrét Ýr/Amma gamla
28.3.2007 | 15:55
Barmahlíðar-krílin ;)
Það er ekki hægt að segja annað en að það sé líf og fjör hér í Barmahlíðinni eftir að níu kríli bættust í fjölskylduna síðastliðinn laugardag. Það er klárt mál að þetta er góður undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið. Vökunætur, væl og skæl, mötun á tveggja tíma fresti, hafa allt hreint í gotkassanum, gefa Heru að borða og drekka og ekki gleyma að gefa Húgó litla athygli í leiðinni. Já, þetta er full vinna og gott betur, en það en þetta er ótrúlega gefandi og það er með ósköpum hvað manni er byrjað að þykja vænt um þessi kríli.
Heru heilsast vel og glóir sem aldrei fyrr. Hún fór reyndar til dýralæknisins í gær því okkur Ómari fannst hún ekki alveg eins og hún ætti að sér að vera. Það reyndist rétt. Hiti og fleira angraði hana. Hún fékk sprautur og heilu pakkana af lyfjum og er því hin hressasta.
Lilli eins og við köllum hann er allur að koma til. Maður vill samt ekki gera sér of miklar væntingar og tekur því framförum með varfærnislegri bjartsýni. Hann er orðin 210 grömm en hann var kominn niður í 140 grömm daginn eftir fæðingu. Hann er allur að braggast og við höfum fulla trú á honum. Hann er byrjaður að fá rjóma í pelann sinn og er alsæll með það og drekkur eins og herforingi!
Ég er nokkurn veginn byrjuð að þekkja krílin í sundur og er ótrúlegt á þessum fáu dögum hvað þau hafa breyst mikið. Ein ungfrúin í hópnum er hin mesta væluskjóða og þar að auki algjör frekjudolla. Ef hún kemst ekki strax á spena eða ef að systkini hennar eru fyrir henni þá heyrist langar leiðir að hún sé ekki sátt. Hún ýtir öllum frá hiklaust! Hún er á góðri leið á að næla sér í nafnið Gilitrutt!
Einn herramaðurinn hefur tamið sér að liggja á bakinu alveg eins og Húgó og finnst best að liggja úti í horni og sofa. Hann er alltaf týndur og ég held að það sé vegna þess að honum leiðist vælið í systkinum sínum. Svo er það stærsti hvolpurinn en hann er orðin 600 grömm! Lilli er eins og baun hliðin á honum!
Húgó greyið fær ekki að koma inn í herbergið sitt og botnar ekkert í þessu. Ég leyfði honum að þefa af Lilla í gær og viðbrögðin voru ekki alveg þau sem ég átti von á. Húgó var nefnilega dauðhræddur við litla krílið!
Annars hefur Húgó verið duglegur að nýta sólina sem skín inn um gluggana í stofunni í dag og liggur sæll í sólbaði, á meðan frúin hans vinnur hörðum höndum að fæða börnin hans. Áðan var hann í heimsókn hjá Pjakki, sem er nágranni hans og var mjög sáttur við að fá að komast aðeins út að leika.
Ég vona að þetta hafi nú ekki verið of mikil langloka
Knús í bili,
Margrét Ýr / Amma gamla
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 23:42
Myndband af litlu hvolpunum
Myndbandið sýnir Ómar gefa einum af hvolpunum pela, þar sem hann hefur verið svona pínu ósjálfbjarga greyið. Þá er líka hægt að sjá viðbrögð Húgó, hins stolta ættföðurs, en hann veit ekki alveg hvernig hann á að bregðast við þessu öllu saman...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2007 | 23:36
Nokkrar myndir af hvolpunum
Allt gengur eins og í sögu hér í Barmahlíðinni. Hvolpunum líður öllum vel og stækka og dafna hratt og vel. Einn af litlu greyjunum er að vísu minni en systkinin sín og þarf að fá smá auka athygli. Við Margrét (aðallega Margrét) höfum gefið honum pela til þess að bæta upp átroðninginn, sem hann verður fyrir þegar hann er að keppa við systkinin sín um spena.
Foreldrar Margrétar hafa verið ótrúlega hjálpsöm og yndisleg og fóru m.a. í Garðheima fyrir okkur um helgina og keyptu hvolpablöndu, sem hrist er saman við volgt vatn (soðið vatn, að sjálfsögðu) og síðan sett á pela.
Eftir circa viku bjóðum við fyrstu gestunum í heimsókn. Fram að því höfum við bannað allar heimsóknir. Það verður líklega nóg að gera þegar við opnum dyrnar. Þegar er búið að lofa fjórum hvolpum og á föstudaginn og laugardaginn verða greyin auglýst í Fréttablaðinu og þá má búast við að restinni verði lofað.
Hérna koma svo tvær myndir sem teknar voru á sunnudaginn:
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.3.2007 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2007 | 13:38
...og að lokum urðu þeir níu
Hvolparnir urðu á endanum níu, fjórar stelpur og fimm strákar. Hera byrjaði fæðingaferlið um hádegið í gær og um 23:00 var því lokið. Alls voru þetta því um 11 tímar. Öllum hvolpunum og Heru litlu heilsast vel. Við Margrét skiptumst á að kíkja á Heru í nótt. Ég vaknaði tvisvar og Margrét tvisvar. Og auðvitað var allt eins og það átti að vera. Það er ótrúlegt hvað móðureðlið er sterkt. Hera ber það ekki með sér að hafa verið í nokkrum vafa um hvernig best væri að standa að þessu.
Í morgun sótti ég Húgó, sem hefur verið í heimsókn hjá tíkinni Rímu. Ríma litla var í stuði fyrir heimsókn frá svona kjána. Óhætt er að segja að Húgó sé á góðri leið með að verða hreint og beint karlrembusvín. Á meðan "konan" hans er að fæða börn er hann hjá viðhaldinu að gera do, do!
Húgó varð óneitanlega svolítið skrýtinn þegar hann kom heim. Allt í einu var hann ekkert sérstaklega velkominn inn í herbergi og það var bara urrað á hann þegar hann reyndi að færa sig nær. Líklega verður Húgó bara frammi í stofu næstu fjórar vikur...
24.3.2007 | 20:20
Myndband af hvolpi þrjú að fæðast
Hérna er myndband af Heru að fæða hvolp númer þrjú. Það var "strákur" og síðan þá hafa fæðst fjórir hvolpar til viðbótar. Alls eru því komnar þrjár stelpur og fjórir strákar. Léttasti hvolpurinn er 240 grömm á meðan sá þyngsti er næstum því helmingi þyngri eða 420 grömm!
Einhverjir kunna að halda að hvolpinum sem hérna sést fæðast heilsist ekki vel, en það væri þó misskilningur. Hann er strax kominn á spenann hjá mömmu sinni og líður bara vel, eins og myndin hér fyrir neðan ber með sér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2007 | 16:08
Fleiri myndir af hvolpinum litla
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2007 | 14:50
Fyrsti hvolpurinn kominn í heiminn
Tenglar
Myndasíða
Tengill í myndasíðu hvolpann á flickr.com myndavefnum.
Ýmsir vizsluhlekkir
- Spurt og svarað um vizslur
- Allt um heilsu vizsla
- Þjálfun vizsla
- Vizsla punktur com
- Almennar upplýsingar um vizslur
- Vizslubyltingin
- Ameríski vizsluklúbburinn
- Vizslur á Wikipedia
- Amerísk vizslusíða
- Vizslur hjá AKC
Ýmsir gæludýrahlekkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar